Hoppa yfir valmynd
3. janúar 2007 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðherra heimsækir Flugstoðir

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra heimsótti í dag Flugstoðir ohf. og ræddi við starfsmenn í flugstjórnarmiðstöðinni og flugturninum í Reykjavík. Var tilgangurinn meðal annars að þakka starfsmönnum fyrir vel unnin störf nú þegar félagið er að hefja göngu sína.

Heimsokn til Flugst.
Sturla Böðvarsson er hér í flugstjórnarmiðstöðinni ásamt Ásgeiri Pálssyni.

Flugstoðir eru til húsa í húsnæði Flugmálastjórnar Íslands í flugturninum við Reykjavíkurflugvöll og í byggingu flugstjórnarmiðstöðvarinnar sem er einnig við flugvöllinn. Starfsemi Flugmálastjórnar verður í Skógarhlíð. Verið er að ganga frá aðstöðu og skipulagi starfsmanna og heimsótti samgönguráðherra annars vegar starfsmenn á öllum hæðum frá flugturni á efstu hæð og niður á jarðhæð. Hins vegar heimsótti hann starfsemi flugstjórnarmiðstöðvarinnar en þar er stýrt umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið. Fram kom að flugumferð hefur gengið vel þessa daga sem viðbúnaðaráætlunin hefur gilt.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum