Hoppa yfir valmynd
4. janúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-nóvember 2006

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu ellefu mánuði ársins 2006 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu jókst handbært fé frá rekstri um 52 milljarða króna innan ársins, sem er 30,1 milljarði hagstæðari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust um 34 milljörðum hærri en í fyrra, ef undanskildar eru tekjur vegna sölu Landssímans hf., á meðan gjöldin hækka um 5 milljarða milli ára. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um tæpa 50 milljarða króna, en hann var jákvæður um rúma 70 milljarða á sama tíma árið áður.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–nóvember

(Í milljónum króna)

 

 

2002

2003

2004

2005

2006

Innheimtar tekjur

206.478

229.442

247.748

360.791

338.507

Greidd gjöld

221.362

240.313

256.960

279.860

284.909

Tekjujöfnuður

-14.884

-10.871

-9.213

80.931

53.598

Söluhagn. af hlutabréfum og eignarhlutum

-3.252

-11.313

0

-58.088

-384

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

-1.465

-503

1.036

-1.382

-1.182

Handbært fé frá rekstri

-19.601

-22.687

-8.177

21.461

52.031

Fjármunahreyfingar

9.585

21.056

17.734

48.960

-2.138

Hreinn lánsfjárjöfnuður

-10.016

-1.631

9.557

70.420

49.893

Afborganir lána

-32.463

-30.666

-32.321

-61.597

-44.583

   Innanlands

-12.382

-18.216

-7.138

-14.089

-21.710

   Erlendis

-20.081

-12.450

-25.183

-47.508

-22.873

Greiðslur til LSR og LH

-8.250

-6.875

-6.875

-5.132

-3.650

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-50.728

-39.172

-29.639

3.691

1.660

Lántökur

46.826

39.087

27.567

7.734

21.587

   Innanlands

16.054

33.367

11.440

7.734

21.345

   Erlendis

30.772

5.720

16.127

-

242

Greiðsluafkoma ríkissjóðs

-3.902

-86

-2.072

11.425

23.248

 

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 339 ma.kr. á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra voru þær 361 ma.kr. en þar af voru 57 ma.kr. í söluhagnað af Landssímanum. Sé litið fram hjá honum jukust heildartekjur á tímabilinu um 34 ma.kr. milli ára eða 11,3% sem þýðir 4,4% raunaukningu. Skatttekjur og tryggingagjöld jukust um 12,9% að nafnvirði eða 5,9% umfram verðbólgu.

Skattar á tekjur og hagnað námu 107 ma.kr. og jukust um 20% frá síðasta ári. Innheimt tryggingagjöld jukust um 16% milli ára, eða 6% umfram hækkun launavísitölu. Inn­heimta eignarskatta nam 8,3 ma.kr. en 6,5 ma.kr. innheimta stimpil­gjalda fellur þar undir.

Innheimta skatta á vöru og þjónustu (svokallaðra veltuskatta) nam 160 ma.kr. og jókst um 5,9% að raunvirði. Þar af jukust tekjur af virðisaukaskatti um 7,7% að raunvirði. Þegar horft er á skemmri tímabil innan ársins ber að gæta þess að laga­breyting var gerð í ársbyrjun sem fól í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutnings­gjöldum og skekkir hún nokkuð samanburð milli ára. Sé horft á hreyfanlegt meðaltal nokkurra mánaða kemur þó fram að jafnt og þétt hefur hægt á raunvexti tekna af veltusköttum það sem af er árinu. Þannig mælist nú 0,8% samdráttur milli ára í tekjum af veltusköttum í heild miðað við 4 mánaða hreyfanlegt meðaltal.

Tekjur ríkissjóðs janúar–nóvember 2006

 

Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2004

2005

2006

 

2004

2005

2006

Skatttekjur og tryggingagjöld

230.318

279.390

315.415

 

13,6

21,3

12,9

Skattar á tekjur og hagnað

71.555

89.310

107.233

 

13,1

24,8

20,1

Tekjuskattur einstaklinga

55.686

61.599

69.602

 

11,3

10,6

13,0

Tekjuskattur lögaðila

7.830

11.978

22.730

 

30,6

53,0

89,8

Skattur á fjármagnstekjur

8.039

15.733

14.900

 

11,1

95,7

-5,3

Eignarskattar

10.931

14.381

8.256

 

42,6

31,6

-42,6

Skattar á vöru og þjónustu

118.705

142.024

160.341

 

12,3

19,6

12,9

Virðisaukaskattur

79.903

96.785

111.166

 

13,1

21,1

14,9

Vörugjöld af ökutækjum

5.585

9.378

9.523

 

36,4

67,9

1,5

Vörugjöld af bensíni

7.859

8.261

8.486

 

12,7

5,1

2,7

Skattar á olíu

5.683

3.993

6.070

 

18,9

-29,7

52,0

Áfengisgjald og tóbaksgjald

9.180

9.782

10.245

 

2,9

6,6

4,7

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

10.495

13.825

14.852

 

2,2

31,7

7,4

Tollar og aðflutningsgjöld

2.765

3.074

4.131

 

16,2

11,2

34,4

Aðrir skattar

1.352

1.490

1.643

 

.

10,2

10,3

Tryggingagjöld

25.010

29.112

33.811

 

9,3

16,4

16,1

Fjárframlög

410

357

1.347

 

-57,8

-12,9

277,1

Aðrar tekjur

16.597

22.957

20.793

 

19,2

38,3

-9,4

Sala eigna

423

58.086

952

 

-

-

-

Tekjur alls

247.747

360.790

338.507

 

8,0

45,6

-6,2



 

Greidd gjöld námu 285 milljörðum króna og hækkuðu um 5 milljarða frá fyrra ári. Frávik eru meiri á einstökum liðum. Vaxtagreiðslur lækka um 8,2 milljarða, einkum vegna þess að stór flokkur spariskírteina var á innlausn í apríl 2005. Þá lækkar greiddur fjármagnstekjuskattur um 6,1 milljarð milli ára vegna sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Landssímanum hf. í fyrra. Að vaxtagreiðslum og fjármagnstekjuskatti undanskildum hækka gjöldin um 19,3 milljarða eða 7,5%. Þar munar mest um 5,9 milljarða hækkun heilbrigðismála og 3,3 milljarða til menntamála. Þá hækka greiðslur til almannatrygginga- og velferðarmála um 3,1 milljarð og til almennrar opinberrar þjónustu um 2,5 milljarða.

Gjöld ríkissjóðs janúar–nóvember 2006

 

 Í milljónum króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2004

2005

2006

 

2005

2006

Almenn opinber þjónusta

42.018

55.116

43.419

 

31,2

-21,2

Þar af vaxtagreiðslur

12.672

17.203

9.018

 

35,8

-47,6

Heilbrigðismál

68.233

71.952

77.894

 

5,5

8,3

Almannatryggingar og velferðarmál

61.344

64.328

67.437

 

4,9

4,8

Efnahags- og atvinnumál

38.762

37.794

38.736

 

-2,5

2,5

Menntamál

24.098

27.644

30.975

 

14,7

12,1

Menningar-, íþrótta- og trúmál

11.325

11.270

12.764

 

-0,5

13,3

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

8.097

8.243

9.917

 

1,8

20,3

Umhverfisvernd

2.876

3.110

3.374

 

8,1

8,5

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

219

403

395

 

84,2

-2,1

Gjöld alls

256.972

279.860

284.909

 

8,9

1,8



 

Lántökur ársins nema 21,6 milljörðum króna en afborganir lána 44,6 milljörðum. Mismunurinn er fjármagnaður með handbæru fé frá rekstri.

Greiddir voru 3,7 milljarðar til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum