Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2007 Dómsmálaráðuneytið

Fréttatilkynning um viðbrögð Fangelsismálastofnunar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið óskaði eftir greinargerðum frá Fangelsismálastofnun og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna þess, sem fram kom í þættinum Kompás á Stöð 2 sunnudaginn 21. janúar.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið óskaði eftir greinargerðum frá Fangelsismálastofnun og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna þess, sem fram kom í þættinum Kompás á Stöð 2 sunnudaginn 21. janúar.

Greinargerðir embættanna fylgja tilkynningu þessari.

Síðan 1995 hefur verið í gildi samningur milli Fangelsismálastofnunar og áfangaheimilis Verndar í Reykjavík um vistun fanga utan fangelsis. samningurinn miðar að því að auðvelda fanga aðlögun að samfélaginu eftir dvöl innan veggja fangelsis. Vistun fanga á áfangaheimili Verndar er úrræði sem hefur gefist afar vel og hafa fangar í 90% tilvika staðið undir því trausti, sem fangelsismálayfirvöld hafa sýnt þeim með þessu vistunarúrræði.

Í fyrrnefndum sjónvarpsþætti brást fangi, með viðbragði við tálbeitu, því trausti. sem fangelsisyfirvöld sýndu honum með vistun á áfangaheimili Verndar.

Ráðuneytið hefur farið yfir málið með fangelsismálastjóra og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og telur, að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða vegna þessa einstaka atviks af þeirra hálfu. Ráðuneytið telur mikils virði, að mótaðar hafa verið reglur um miðlun upplýsinga á milli þessara aðila, sem eiga að tryggja samræmdar aðgerðir til að halda aftur af síbrotamönnum og hindra eins og frekast er kostur, að þeir brjóti gegn því trausti, sem þeim er sýnt.

Vistun fanga á áfangaheimili Verndar er ómetanlegur kostur. Í máli þessu hefur stjórn Verndar brugðist við af einurð og festu og treystir ráðuneytið því, að Vernd og Fangelsismálastofnun vinni áfram saman að velferð fanga.

Ráðuneytið hvetur til þess, að samstarf Fangelsismálastofnunar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við félagsþjónustur sveitarfélaga, barnaverndaryfirvöld og aðra lykilaðila verði eflt til að beina síbrotamönnum af villu síns vegar og auka öryggi hins almenna borgara og ekki síst barna.

Reykjavík 24. janúar 2007

Greinargerðir ásamt fréttatilkynningunni eru í meðfylgjandi pdf-skjali



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum