Hoppa yfir valmynd
11. maí 2007 Innviðaráðuneytið

Úrskurður staðfestur um Gjábakkaveg

Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um nýjan Gjábakkaveg þess efnis að áhrif hans teljist ekki umtalsverð. Úrskurðurinn hefur í för með sér að Vegagerðinni er nú unnt að hefja hönnun og undirbúning útboðs í samræmi við fjárveitingar samgönguáætlunar.

Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur kærði úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar til umhverfisráðuneytisins í júní 2006. Lagðir voru fram nokkrir kostir um leiðaval og krafðist kærandi þess að felldur yrði úr gildi sá hluti úrskurðar Skipulagsstofnunar sem lýtur að leið 7 þar sem sú leið hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Umhverfisráðuneytið fellst á að aukin umferð um svæðið muni hugsanlega geta leitt til aukinnar köfnunarefnismengunar í lofti sem áhrif hafi á Þingvallavatn. Því er framkvæmdaraðila falið að mæla loftaðborna köfnunarefnismengun áður en framkvæmdir hefjast og í 5 ár eftir að þeim lýkur og er það skilyrði sett fyrir framkvæmdinni. Ber Vegagerðinni að hafa samráð við Umhverfisstofnun um slíkar mælingar og mat þeirra.

Úrskurðinn má lesa hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum