Hoppa yfir valmynd
31. maí 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Róbert Marshall verður aðstoðarmaður samgönguráðherra

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, hefur ráðið Róbert Marshall sem aðstoðarmann sinn í samgönguráðuneytinu. Róbert hefur störf í fyrramálið.

Robert_Marshall
Róbert Marshall aðstoðarmaður samgönguráðherra

Róbert hefur starfað sem blaða- og fréttamaður um árabil. Hann er fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands og fyrrverandi forstöðumaður fréttasviðs 365 ljósvakamiðla. Róbert er fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Kristján gekk frá ráðningu Róberts á Hellisheiðinni í gær á leið til Selfoss. Ákvörðunin var svo tilkynnt á félagsfundi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem þeir sóttu báðir í gærkvöldi.Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira