Hoppa yfir valmynd
19. júní 2007 Innviðaráðuneytið

Íslenskir flugrekendur á flugsýningu í París

Íslenskir flugrekendur eiga fulltrúa sína á flugsýningunni í París sem hófst í gær og stendur út vikuna. Hér eru meðal annars fulltrúar frá Icelandair Group, Avion Aircraft Trading og Air Atlanta Icelandic og eru þeir í hópi um 200 þúsund annarra fulltrúa kaupenda og seljenda flugvéla sem hér leiða saman hesta sína.

Frá flugsýningunni í París.
Frá flugsýningunni í París.

Um tvö þúsund sýnendur kynna hér flugvélar, stórar sem smáar, vélar fyrir venjulegt farþegaflug, hervélar og vélar sem sinna ýmsum sérverkefnum, hvers konar flugtækni. flugvélahluta og flugleiðsögukerfi má skoða hér á fjölmörgum básum og yfir höfðum manna svífa svo með mismiklum gauragangi vélar sem sýna getu sína og flugmanna sinna. Er raunar haft á orði að hér þýði lítið að tala saman uppúr hádegi því þá nái flugsýningarnar yfirhöndinni og eru það orð að sönnu því þær eru ekki allar hljóðlátar.

Um leið og minnst er á hávaða má nefna að umræða um hávaða frá flugvélum, mengun og losun gróðurhúsalofttegunda verður æ fyrirferðarmeiri í flugheiminum og hafa sumir flugvélaframleiðendur lagt sérstaka áherslu á að kynna framfarir sínar í þessum efnum.

Á sýningunni kynna jafnan stærstu framleiðendurnir nýja sölusamninga og þannig hefur Boeing greint frá sölu 40 B737-900 véla til Lion Air sem er með höfuðstöðvar í Jakarta og Airbus heldur blaðamannafund í dag þar sem búast má við að greint verði frá stöðunni á sölu Airbus A380 risaþotunnar sem hér hefur mátt sjá bæði á jörðu niðri og á lofti. Hefur raunar þegar verið tilkynnt um miklar pantanir í A350 breiðþotuna sem keppir við B787 Dreamliner en ljóst verður eftir sýninguna hvernigþ essir tveir framleiðendur standa í keppninni um hylli kaupenda.


Flugsýningin í París stendur út vikuna.
Flugsýningin í París stendur út þessa viku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum