Hoppa yfir valmynd
23. júní 2007 Innviðaráðuneytið

Lengri frestur til umsagna vegna endurskoðunar laga um loftferðir

Frestir til að koma með athugasemdir vegna heildarendurskoðunar laga um loftferðir hefur verið lengdur til 1. ágúst næstkomandi. Fyrri frestur var til 22. júní.

Margvíslegar breytingar hafa orðið á flugstarfsemi hér á landi á undanförnum árum. Þessar breytingar hafa m.a. sett sitt mark á lög um loftferðir sem hefur verið breytt þrettán sinnum frá setningu þeirra á árinu 1998.

Í ljósi örrar þróunar og hinna margvíslegu breytinga sem gerðar hafa verið á lögunum þykir rétt að huga að heildarendurskoðun þeirra, auk þess sem fyrir liggur að huga þarf að lagastoðum vegna aukinna alþjóðlegra krafna, nýrra EES-gerða svo og vegna eftirlits og framkvæmdar þess.

Markmiðið með fyrirhugaðri heildarendurskoðun er að huga að einföldun laganna þar sem tryggðar verði fullnægjandi lagastoðir fyrir alla flugtengda starfsemi en um leið aukið svigrúm til setningar stjórnvaldsreglna sem meðal annars auðvelda innleiðingu EES-gerða.

Af þessu tilefni væri gagnlegt að fá fram afstöðu hagsmunaaðila til endurskoðunar laganna, mögulegra breytinga og ábendingar um atriði er betur mættu fara. Er þess farið á leit að umsagnir berist samgönguráðuneytinu ekki síðar en 1. ágúst n.k. í tölvupósti á netfangið [email protected] eða í bréfi til ráðuneytisins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum