Hoppa yfir valmynd
12. október 2007 Innviðaráðuneytið

Nýskipað flugráð á fyrsta fundi

Nýskipað flugráð kom saman til fundar í samgönguráðuneytinu í vikunni í fyrsta sinn undir forsæti formannsins, Gunnlaugs S. Stefánssonar, sem Kristján L. Möller samgönguráðherra skipaði á dögunum. Ráðherra ávarpaði flugráðsmenn í upphafi fundar og óskaði þeim góðs gengis.

Frá fyrsta fundi flugráðs með nýjum formanni í október 2007
Frá fyrsta fundi flugráðs með nýjum formanni í október 2007

Auk formannsins nýja sitja nú í flugráði: Margrét Kristín Helgadóttir og Gísli Baldur Garðarsson, hrl., sem skipuð eru án tilnefningar og er Gísli Baldur jafnframt varaformaður ráðsins. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, og Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá Icelandair, skipaðir samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins og Helgi Hilmarsson, skipaður samkvæmt tilnefningu Samtaka ferðaþjónustunnar.

Hlutverk flugráðs er að vera samgönguráðherra og flugmálastjórn til ráðuneytis um flugmál.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum