Hoppa yfir valmynd
13. október 2007 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýr GSM-sendir í Flatey

GSM-sendir hefur verið tekinn í gagnið í Flatey á Breiðafirði. Með tilkomu hans verður meðal annars bætt mjög farsímaþjónusta á Vestfjarðavegi milli Þorskafjarðar og Vatnsfjarðar.

Þessi áfangi er hluti af aukinni GSM-þjónustu á Hringveginum og fleiri köflum á þjóðvegum landsins og nokkrum fjallvegum. Er hann meðal verkefna í fyrri áfanga um aukna farsímaþjónustu sem samið var við Símann um að annast í byrjun ársins að undangengnu útboði og er hluti af þeim verkefnum sem fjarskiptaáætlun fjármagnar.

Sendirinn í Flatey bætir sambandið á um 75 km kafla á þjóðveginum á þessum slóðum auk þess sem samband verður nú tryggt í Flatey og víðar á Breiðafirðinum. Á næsta ári verur bætt við þremur sendum á Vestfjarðavegi og verður GSM-samband þá komið á allri leiðinni milli Gilsfjarðar og Kleifaheiðar.


Hér má sjá kort yfir útbreiðslu farsímaþjónustunnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum