Hoppa yfir valmynd
24. október 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra ávarpar ráðstefnu í tilefni af vinnuverndarviku

Félagsmálaráðherra flutti ávarp 23. október 2007 á ráðstefnu Vinnueftirlits ríkisins í tilefni af upphafi vinnuverndarvikunnar sem nú stendur. Yfirskrift vinnuverndarvikunnar er „Hæfilegt álag er heilsu best“. Í vinnuverndarvikunni verður sjónum beint að því hvernig hægt er að koma í veg fyrir álagseinkenni í vinnu með því að stuðla að góðu og öruggu vinnuumhverfi. Stefnt verður að sem víðtækastri þátttöku allra sem málið varðar, má þar nefna atvinnurekendur, starfsmenn, öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og aðra sem vilja stuðla að heilsusamlegu vinnuumhverfi.

Félagsmálaráðherra ávarpar ráðstefnu vinnuverndarvikunnar 2007Í ávarpi sínu sagði félagsmálaráðherra meðal annars:

„Í tilefni kvennafrídagsins á morgun, 24. október, vil ég jafnframt nefna í þessu samhengi umönnunarstörfin sem eru í raun grundvöllurinn að velferðarsamfélagi okkar. Þau störf eru oftar en ekki líkamlega erfið en taka ekki síður á andlega.

Ég hef reyndar miklar áhyggjur af því ástandi sem nú ríkir meðal þessara stétta. Manneklan er víða farin að segja verulega til sín þannig að starfsfólkið býr við mun meira álag en í eðlilegu ástandi. Mér hefur verið tjáð að staðan sé sums staðar svo slæm að fyrr en vari geti menn átt von á því fjöldaflótti bresti á þar sem manneklan hefur verið viðvarandi. Einstalingarnir sem sinna þessum störfum séu einfaldlega við það að brotna niður andlega og líkamlega. Hvað yrði um velferðarkerfið þá?

Við verðum að huga vel að þessu og vil ég leggja á það áherslu hér að ég tel mjög brýnt að markvisst verði farið í að endurmeta störf þessara kvenna í þeirri von að fleiri sjái sér hag í því að sinna þessum mikilvægum störfum.“

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp félagsmálaráðherra á ráðstefnu í tilefni af vinnuverndarviku



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum