Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Aukaúthlutun styrkja til atvinnumála kvenna 2007

Vakin er athygli á að félagsmálaráðherra auglýsir aukaúthlutun á styrkjum til atvinnumála kvenna árið 2007. Styrkirnir eru ætlaðir konum sem eru með góða viðskiptahugmynd og stefna á að koma á fót sjálfstæðum atvinnurekstri. Þessi aukaúthlutun hefur það meginmarkmið að styðja við viðskiptahugmyndir sem fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. Allar konur eiga þess hins vegar kost að sækja um styrkinn.

Umsóknareyðublað er rafrænt og er hægt að nálgast á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Áhugasömum konum er bent á að kynna sér reglur um úthlutunina hjá Vinnumálastofnun. Upplýsingar um styrkúthlutunina veitir Líney Árnadóttir í síma 582 4900 og á netfanginu [email protected]. Umsóknarfrestur er til 10. desember 2007.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum