Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2008 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Ræddi samgöngu- og fjarskiptamál á fundi á Djúpavogi

Kristján L. Möller samgönguráðherra fjallaði um samgöngu- og fjarskiptamál á opnum fundi með íbúum Djúpavogs síðastliðinn þriðjudag. Fór hann meðal annars yfir þær framkvæmdir sem stæðu fyrir dyrum í vegamálum í landsfjórðungnum.

Samgönguráðherra á fundi á Djúpavogi.
Samgönguráðherra á fundi á Djúpavogi.

Meðal verkefna í vegagerð sem framundan eru má nefna nýjan heilsársveg yfir Öxi, nýjan vegarkafla á Melrakkasléttu, og nýjan kafla á Vopnafjarðarleið, nýr vegarkafli um Hólmaháls, lagfæring vegar í Þvottár- og Hvalnesskriðum og fyrstu skref í undirbúningi Lónsheiðarganga. Alls verður unnið að nýframkvæmdum í kjördæminu fyrir um 4,5 milljarða á árinu.

Undirbúningsrannsóknir vegna nýs vegar um Öxi hafa staðið yfir og mun þeim ljúka í sumar. Þá er mat á umhverfisáhrifum í undirbúningi. Sumarumferð um Öxi hefur aukist úr 25 bílum á dag árið 2000 í 190 árið 2006 og að sama skapi minnkaði umferðin um Breiðdalsheiði úr 163 í 83. Núverandi vegur liggur í 532 m hæð en nýr vegur færi hæst í 522 m. Breiðdalsheiði fer hæst í 441 metra. Markmiðið með Axarvegi er að bæta samgöngur á Austurlandi og gerða þær greiðari, auka umferðaröryggi og draga úr slysahættu.

Fjarskiptamál komu einnig til umræðu og eftir erindi ráðherra voru umræður og fyrirspurnir.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum