Hoppa yfir valmynd
4. mars 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðstefna um eflingu foreldrahæfni

Undanfarin ár hefur áhersla á eflingu foreldrahæfni með fjölbreyttri uppeldisfræðslu og þjálfun foreldra eflst á Vesturlöndum. Vitneskju um áhrif uppeldisaðferða á geðheilsu og þroska barna með mismunandi þarfir og á ólíkum aldri hefur fleygt fram. Rannsóknir hafa lagt grunn að þróun markvissra aðferða til að þróa og virkja hæfni foreldra á þessu sviði. Á meðal þeirra eru aðferðir á borð við MST (Multisystematic Treatment), PMT (Parent Management Training) og Triple P (Positive Parenting Programme).

Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna er kveðið á um fyrirhugaðar aðgerðir, meðal annars á grundvelli tilmæla Evrópuráðsins (2006) nr. 19 um aðgerðir til efla foreldrahæfni. Áætlunin tiltekur sérstaklega foreldra fyrsta barns, foreldra barna með sérþarfir og foreldra unglinga. Af þessu tilefni efnir félags- og tryggingamálaráðuneytið og samráðsnefnd ráðuneytanna um framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar til ráðstefnu 17. mars nk. Tilgangurinn er að kynna ólíkar aðferðir til eflingar foreldrafærni, hérlendis sem erlendis.

Aðalfyrirlesarar verða:

  • Dr. Alan Ralph, prófessor við University of Queensland, Brisbane, Ástralíu, en hann mun fjalla um Triple P-aðferðina til eflingar foreldrafærni, en hún hefur öðlast útbreiðslu langt út fyrir Ástralíu, meðal annars í Evrópu og Kanada.
  • Björn Arnesen félagsráðgjafi, frá Kompetansesenter for Atferd, Þrándheimi, Noregi, en hann mun meðal annars greina frá reynslu Norðmanna af ólíkum aðferðum til eflingar foreldrahæfni, meðal annars Webster-Stratton-uppeldisaðferðinni, the Incredible Years, ásamt MST og PMT.

Þá verða fluttir fyrirlestrar um starf á þessu sviði hérlendis, meðal annars innleiðingu MST á Íslandi, PMT í Hafnarfirði, SOS-uppeldisfræðsluna í Reykjanesbæ ásamt öðrum aðferðum til eflingar foreldrahæfni á vegum Miðstöðvar heilsuverndar barna og ÓB Ráðgjafar ehf.

Dagskrá

Tími Dagskrárliðir
9.00–9.15 Setning og ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra
9.15–10.15 Dr. Alan Ralph, prófessor við Háskólann í Queensland, Ástralíu: „Intergrating universal and targeted parenting interventions using the Triple P – Positive Parenting Programme“
10.15–10.40 Kaffi
10.40–11.10 Dr. Alan Ralph: Framhald
11.10–12.00 Björn Arnesen, Cand Socion, MKA í Þrándheimi: „The Incredible Years Teachers and Parent Training Program – Challenges and benefits of using evidence based programs“
12.00–13.00 Hádegishlé
13.00–13.30 Björn Arnesen: „Norwegian reflections from using family based intervention programs“
13.30–13.50 Halldór Hauksson yfirsálfræðingur, Barnaverndarstofu: Innleiðing MST á Íslandi
13.50–14.10 Margrét Sigmarsdóttir forstöðusálfræðingur, Hafnarfirði: Foreldrafærniþjálfunin PMT
14.10–14.30 Gylfi Jón Gylfason forstöðusálfræðingur, Reykjanesbæ: Uppeldisfræðslan SOS
14.30–14.50 Geir Gunnlaugsson, barnalæknir og forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna: „Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar“
14.50–15.10 Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi hjá ÓB Ráðgjöf ehf.: „Barnið boðið velkomið“
15.10–15.30 Kaffi
15.30–17.00 Panell og almennar umræður


Ráðstefnustjóri: Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu og formaður samráðsnefndar ráðuneytanna um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum barna.

Ráðstefnan er öllum opin og verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík kl. 9–17 mánudaginn 17. mars 2008.

Unnt er að skrá sig með tölvupósti ([email protected]) eða í síma 545 8100 fyrir kl. 12.00 föstudaginn 14. mars 2008.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum