Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2008 Dómsmálaráðuneytið

Embætti sýslumanns í Keflavík laust til umsóknar

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur auglýst embætti sýslumannsins í Keflavík laust til umsóknar.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur auglýst embætti sýslumannsins í Keflavík laust til umsóknar. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. júní 2008 til fimm ára í senn. Umsóknir skulu berast ráðuneytinu eigi síðar en hinn 13. maí nk.

Guðgeir Eyjólfsson, sem gegnt hefur embætti sýslumanns í Keflavík, var fyrir skömmu skipaður sýslumaður í Kópavogi. Hann tekur þar við 1. júní nk. af Þorleifi Pálssyni sem lætur af embætti sökum aldurs.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum