Hoppa yfir valmynd
28. maí 2008 Dómsmálaráðuneytið

Ólafur Ragnar Grímsson einn í kjöri til embættis forseta Íslands

Frestur til að skila framboðum til kjörs forseta Íslands er fram á að fara 28. júní 2008 rann út föstudaginn 24. maí sl. Í kjöri til embættisins er Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti Íslands.

Frestur til að skila framboðum til kjörs forseta Íslands er fram á að fara 28. júní 2008 rann út föstudaginn 24. maí sl. Í kjöri til embættisins er Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti Íslands.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur sent Hæstarétti framboð Ólafs Ragnars Grímssonar til forsetakjörs, með skírskotun til ákvæðis 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36 12. febrúar 1945. Jafnframt fylgja meðmæli tilskilins fjölda kjósenda úr landsfjórðungi hverjum, sbr. auglýsingu forsætisráðuneytisins frá 25. mars sl., svo og vottorð yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. Ennfremur fylgir endurrit úr gerðabók ráðuneytisins fyrir forsetaframboð. Framboðið er löglega fram komið og fylgiskjöl svo úr garði gerð sem lög mæla fyrir.

Ráðuneytið birtir auglýsingu um framboð til kjörs forseta Íslands, og fylgir hún hér með.

Auglýsing um framboð til kjörs forseta Íslands

Frestur til að skila framboðum til kjörs forseta Íslands er fram á að fara 28. júní 2008 rann út föstudaginn 24. þ.m.
Í kjöri til forsetaembættisins er Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti Íslands.
Þetta auglýsist hér með samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36 12. febrúar 1945.

Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 27. maí 2008.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum