Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2008 Innviðaráðuneytið

Drög að frumvarpi til landflutningalaga kynnt

Samin hafa verið drög að frumvarpi til laga um landflutninga og leysa eiga af hólmi lög nr. 24/1982 um flutningssamninga og ábyrgð við vöruflutninga. Þeir sem óska geta gert athugasemdir við drögin til 8. september næstkomandi.


Lagafrumvarpið um landflutninga var samið af starfshópi sem skipaður var fulltrúa vöruflytjenda, fulltrúa kaupenda þjónustunnar og fulltrúa samgönguráðuneytisins. Með frumvarpinu fylgir minnisblað þar sem nánar eru raktar ástæður þess að ráðist var í endurskoðun laganna og hverjar eru helstu breytingar og nýmæli sem er að finna í frumvarpsdrögunum.

Meðal atriða sem talið var að skerpa þyrfti á með endurskoðun laganna er gildissvið þeirra, taka þyrfti af allan vafa á því hvort lögin væru ófrávíkjanleg, hvort lögin gangi framar umferðarlögum og kveða skýrar á um ábyrgðarreglur, tilkynningu tjóna og úrræði flytjanda þegar honum er ókleift að afhenda vöru.

Ráðuneytið óskar hér með eftir umsögn um frumvarpsdrögin og er þess farið á leit að umsögn berist á netfangið [email protected] eigi síðar en 8. september 2008.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum