Hoppa yfir valmynd
8. ágúst 2008 Dómsmálaráðuneytið

Verkefnisstjóri ráðinn til að undirbúa stofnun nýs embættis héraðssaksóknara

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur ráðið Sigurð Tómas Magnússon, sérfræðing við lagadeild Háskólans í Reykjavík, til að stýra undirbúningi að stofnun nýs embættis héraðssaksóknara.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur ráðið Sigurð Tómas Magnússon, sérfræðing við lagadeild Háskólans í Reykjavík, til að stýra undirbúningi að stofnun nýs embættis héraðssaksóknara. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála sem samþykkt voru á Alþingi í vor verður ákæruvaldið þrískipt og skal embætti héraðssaksóknara taka til starfa 1. janúar 2009.

Undirbúningsvinna hefst nú þegar og er verkefnisstjóra falið að skila tillögum til ráðuneytisins m.a. um starfsmannafjölda, tilfærslu starfa frá öðrum embættum, uppbyggingu embættisins í stórum dráttum, fjárþörf, húsnæðismál, upplýsinga- og tölvukerfi og önnur atriði, eftir því sem verkinu miðar. Þá skal verkefnisstjóri gera tillögur um nauðsynlegar eða æskilegar breytingar á lögum, reglugerðum eða reglum sem varða hið nýja embætti, verkefni þess og samskipti við önnur embætti.

Hið nýja embætti héraðssaksóknara skal taka ákvörðun um saksókn á fyrsta stjórnsýslustigi í nánast öllum meiri háttar sakamálum. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir því að héraðssaksóknara til aðstoðar verði varahéraðssaksóknari og saksóknarar en ráðherra ákveður fjölda þeirra í samráði við ríkissaksóknara. Við embættið skal vera sérstök deild skatta- og efnahagsbrota.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum