Velferðarráðuneytið

Byltingarkennd nýjung í þjónustu Tryggingastofnunar

Jóhanna við opnun þjónustuvefs TryggingastofnunarViðskiptavinir Tryggingastofnunar ríkisins geta nú fengið ýmsa mikilvæga þjónustu á netinu með nýja þjónustuvefnum Trygg sem opnaður var í dag. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra lýsti ánægju með þessa nýjung í ávarpi sem hún flutti við opnunina.

Til að byrja með verður á þjónustuvefnum haldið utan um greiðsluyfirlit og tekjuáætlanir og bráðabirgðaútreikningar síðast en ekki síst verður hægt að fá bráðabirgðaútreikning á netinu. Ráðherra sagði ljóst að þetta væri gífurleg framför fyrir viðskiptavini, ekki síst að geta fengið tafarlausan bráðabirgðaútreikning á greiðslum stofnunarinnar til sín og áttað sig þannig á stöðu sinni hverju sinni. Með þessari þjónustu sigldi Tryggingastofnun ríkisins nú hraðbyrði inn í upplýsingaöldina, stórbætti og efldi þjónustu við viðskiptavini sína og gerði hana aðgengilegri.

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp Jóhönnu Sigurðardóttur við opnun TryggsEfnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn