Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-október 2008

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu tíu mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu nam handbært fé frá rekstri um 24,2 ma.kr., sem er 31,8 ma.kr. lakari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Innheimtar tekjur voru 14,4 ma.kr. hærri en á sama tíma árið 2007 en greidd gjöld 59,3 ma.kr. hærri. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 30,2 ma.kr., sem er 40,7 ma.kr. betri útkoma en í fyrra. Afborganir lána reyndust 12,4 ma.kr. hærri en á sama tíma í fyrra og lántökur 139,7 ma.kr. hærri. Breytinga á handbæru fé var því 167,9 ma.kr. hærri en á sama tíma 2007.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–október 2004-2008

Liðir
2004 2005 2006 2007 2008
Innheimtar tekjur 228.745 336.643 308.354 354.991 369.397
Greidd gjöld 233.304 256.585 258.824 296.464 355.813
Tekjujöfnuður -4.558 80.058 49.530 58.526 13.584
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. 0 -58.033 -384 -33 -39
Breyting viðskiptahreyfinga 1.710 -1.731 -356 -2.511 10.644
Handbært fé frá rekstri -2.848 20.294 48.791 55.983 24.189
Fjármunahreyfingar 9.273 48.377 -2.006 -66.485 5.984
Hreinn lánsfjárjöfnuður 6.425 68.671 46.785 -10.502 30.173
Afborganir lána -30.856 -61.557 -41.565 -33.499 -45.934
Innanlands -5.678 -14.064 -18.695 -22.269 -30.022
Erlendis -25.178 -47.493 -22.873 -11.230 -15.912
Greiðslur til LSR og LH -6.250 -3.300 -3.300 -3.300 -3.300
Lánsfjárjöfnuður, brúttó -38.680 3.814 1.920 -47.301 -19.061
Lántökur 30.408 9.048 25.961 58.383 198.081
Innanlands 13.136 9.048 21.345 58.206 101.710
Erlendis 17.272 - - 4.616 177 96.370
Breyting á handbæru fé -272 12.862 27.882 11.081 179.020


Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 369 ma.kr. fyrstu tíu mánuði ársins sem er aukning um 14 ma.kr. frá sama tíma í fyrra, eða 4,1% aukning að nafnvirði. Skatttekjur og tryggingagjöld námu 334 ma.kr. sem samsvarar 3,7% aukningu að nafnvirði á milli ára. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 10,7% (VNV án húsnæðis) og skatttekjur og tryggingagjöld hafa því dregist saman um 6,3% að raunvirði. Aðrar rekstrartekjur jukust um 28,9% og þar af er mest hækkun á vaxtatekjum af bankainnstæðum eða 99,6%. Þá nam eignasala ríkissjóðs um 3 ma.kr. á fyrstu tíu mánuðum ársins.

Skattar á tekjur og hagnað námu um 129 ma.kr. sem er 12,8% aukning frá sama tíma árið áður. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga 72 ma.kr. (aukning um 5,1%), tekjuskattur lögaðila 20 ma.kr. (aukning um 10,2%) og fjármagnstekjuskattur 36 ma.kr. (aukning um 34%). Innheimta eignarskatta var um 7 ma.kr. sem er samdráttur upp á 29,4% á milli ára. Þar af námu stimpilgjöld rúmum 5 ma.kr. en innheimta þeirra hefur dregist saman um tæpa 3 ma.kr. frá fyrra ári.

Frá ársbyrjun hafa veltuskattar skilað ríkissjóði 156 ma.kr. sem er samdráttur upp á 1,9% að nafnvirði frá fyrstu tíu mánuðum fyrra árs, og 11,4% raunsamdráttur (m.v. hækkun VNV án húsnæðis). Innheimta veltuskatta í októbermánuði skilaði ríkissjóði tæpum 15 ma.kr. sem er tæplega 2 ma.kr. lækkun frá sama mánuði í fyrra. Þegar horft er til 6 mánaða hlaupandi meðaltals nemur raunlækkun veltuskatta nú 18% á milli ára sem er mesta raunlækkun um árabil eins og sést á myndinni hér að neðan. Þetta er enn ein vísbending um að dregið hefur verulega úr umsvifum í hagkerfinu. Virðisaukaskattur skilaði ríkissjóði 110 ma.kr. á tímabilinu sem er 1,5% samdráttur að nafnvirði frá fyrstu tíu mánuðum ársins 2007 og 11,1% raunsamdráttur. Þá dróst virðisaukaskattur í októbermánuði einum saman um 9,5% að nafnvirði en hann kemur af smásölu fyrir mánuðina júlí og ágúst. Af öðrum helstu liðum veltutengdra skatta er mestur samdráttur í vörugjöldum af ökutækjum, sem hafa verið stærsti liður vörugjaldanna undanfarin ár, eða 19,6% samdráttur. Tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum námu 5 ma.kr. sem er aukning um 11,8% og tekjur af tryggingagjöldum námu 34 ma.kr. sem er aukning um 6% á milli ára.

Greidd gjöld nema 355,8 ma.kr. og hækka um 59 ma.kr. frá fyrra ári eða um 20%. Mest aukning er vegna almannatrygginga- og velferðarmála 18,8 ma.kr. eða 26,9%. Þar munar mest um lífeyristryggingar sem hækka um 10,1 ma.kr. á milli ára, barnabætur um 3 ma.kr. og vaxtabætur um 1,4 ma.kr. Efnahags- og atvinnumál hækka um 12,1 ma.kr. á milli ára eða 29% þar sem mestu munar um stofnanir samgönguráðuneytisins. Heilbrigðismál hækka um 10,5 ma.kr. þar sem útgjöld vegna sjúkratrygginga og Landspítala aukast mest á milli ára. Einnig hækkar almenn opinber þjónusta um 8,9 ma.kr. eða 23% og menntamál um 4 ma.kr. eða 12%.

Hreinn lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs var jákvæður um 30,2 ma.kr. Afborganir lána námu 45,9 ma.kr., þar af voru 30 ma.kr. til niðurgreiðslu innlendra skulda. Greiðslur til LSR og LH námu um 3 ma.kr. Lántökur námu 198,1 ma.kr., þar sem 101,7 ma.kr. voru teknir að láni innanlands. Lántökur eru umfram lánsfjárþörf en ákvörðun var tekin á vormánuðum um að auka útgáfur á stuttum ríkisbréfum í því skyni að auka virkni á skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði. Jafnframt var í september tekið 300 milljóna EUR lán til styrkingar gjaldeyrisvaraforða.

Tekjur ríkissjóðs janúar-október 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liðir
2006
2007
2008
2006
2007
2008
Skatttekjur og tryggingagjöld
287.295
322.065
334.021
11,8
12,1
3,7
Skattar á tekjur og hagnað
97.368
114.169
128.755
19,9
17,3
12,8
Tekjuskattur einstaklinga
62.249
68.579
72.070
13,1
10,2
5,1
Tekjuskattur lögaðila
17.129
18.563
20.458
103,0
8,4
10,2
Skattur á fjármagnstekjur
17.990
27.027
36.227
1,4
50,2
34,0
Eignarskattar
7.627
9.527
6.725
-37,0
24,9
-29,4
Skattar á vöru og þjónustu
146.878
159.047
155.999
10,3
8,3
-1,9
Virðisaukaskattur
101.916
111.902
110.185
11,5
9,8
-1,5
Vörugjöld af ökutækjum
8.883
8.873
7.130
3,2
-0,1
-19,6
Vörugjöld af bensíni
7.436
7.637
7.403
-0,4
2,7
-3,1
Skattar á olíu
5.577
6.141
6.259
41,2
10,1
1,9
Áfengisgjald og tóbaksgjald
9.291
9.745
9.860
3,8
4,9
1,2
Aðrir skattar á vöru og þjónustu
13.776
14.747
15.162
7,5
7,0
2,8
Tollar og aðflutningsgjöld
3.357
4.359
4.876
21,0
29,8
11,8
Aðrir skattar
1.504
2.586
3.333
8,6
72,0
28,9
Tryggingagjöld
30.560
32.377
34.333
16,6
5,9
6,0
Fjárframlög
1.207
973
339
255,8
-19,4
-65,2
Aðrar tekjur
19.072
25.023
32.261
-10,9
31,2
28,9
Sala eigna
781
6.931
2.776
-
-
-
Tekjur alls
308.354
354.991
369.397
-8,4
15,1
4,1


Gjöld ríkissjóðs janúar–október 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liður
2006
2007
2008
2007
2008
Almenn opinber þjónusta
31.847
38.250
47.126
20,1
23,2
Þar af vaxtagreiðslur
8.592
11.536
13.747
34,3
19,2
Varnarmál
487
687
921
41,0
34,1
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál
11.262
13.115
16.179
16,5
23,4
Efnahags- og atvinnumál
35.695
41.207
53.328
15,4
29,4
Umhverfisvernd
2.835
3.324
3.651
17,3
9,8
Húsnæðis- skipulags- og veitumál
333
351
445
5,3
26,8
Heilbrigðismál
69.424
77.209
87.678
11,2
13,6
Menningar-, íþrótta- og trúmál
11.422
13.122
14.098
14,9
7,4
Menntamál
28.528
31.991
35.963
12,1
12,4
Almannatryggingar og velferðarmál
59.331
70.084
88.904
18,1
26,9
Óregluleg útgjöld
5.478
7.124
7.520
30,0
5,6
Gjöld alls
256.642
296.464
355.813
15,5
20,0




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum