Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 17. desember 2008

FUNDARGERÐ

Ár 2008, miðvikudaginn 17. desember, var haldinn fundur í mannanafnanefnd. Fundurinn fór fram að Neshaga 16, Reykjavík. Mætt voru Ágústa Þorbergsdóttir, Baldur Sigurðsson og Kolbrún Linda Ísleifsdóttir. Neðangreind mál voru tekin fyrir:

 

 

1.         Mál nr. 64/2008          Eiginnafn:        Skallagrímur  (kk.)

  

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Mál þetta, sem móttekið var 8. október 2008, var tekið fyrir á fundi mannanafnanefndar 16. október sl. en afgreiðslu þess þá frestað til frekari skoðunar og gagnaöflunar.

 

Öll skilyrði 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi:

·          Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. (Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu).

·          Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.

·          Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef það brýtur í bág við önnur ákvæði 5. gr. laganna, þ.e. 2. málslið 1. mgr., 2. mgr. og 3. mgr. 5. gr.

 

Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.   Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.   Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.   Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.   Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.   Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.   Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.   Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa

átt lögheimili á Íslandi.

3.   Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningar-helgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Fyrri liður nafnsins Skallagrímur er viðurnefni, þ.e. viðbót við eiginlegt nafn sem er Grímur. Skalla-Grímur í Egils sögu hét Grímur en fékk viðurnefnið Skalla-Grímur þar sem hann var sköllóttur. Fjölmörg dæmi eru um viðurnefni í íslenskum bókmenntum, s.s. Brennu-Njáll, Göngu-Hrólfur, Axlar-Björn og Grasa-Gudda en viðurnefni geta verið viðkvæm og niðurlægjandi, ekki síst ef þau eru kennd við útlitseinkenni eins og í þessu tilviki. Nafnið Skallagrímur hefur ennfremur verið notað sem viðurnefni á sköllóttum mönnum.

 

Ekki er hefð fyrir því að greinileg viðurnefni séu hluti af eiginlegum eiginnöfnum og telst Skallagrímur því ekki vera myndað í samræmi við almennar nafnamyndunarreglur íslensks máls og telst því brjóta í bág við íslenskt málkerfi.

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er enginn karl skráður með eiginnafnið Skallagrímur sem uppfyllir skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna og því hefur nafnið Skallagrímur ekki unnið sér hefð sem eiginnafn í íslensku. Lög nr. 45/1996 um mannanöfn heimila heldur ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grund-velli hefðar ef nafnið brýtur í bág við íslenskt málkerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga. Eiginnafnið Skallagrímur (kk.) uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.

Úrskurðarorð:

 

Beiðni um eiginnafnið Skallagrímur (kk.) er hafnað. 

Kolbrún Linda Ísleifsdóttir, formaður

Ágústa Þorbergsdóttir

 

 

Sératkvæði Baldurs Sigurðssonar.

 

Nafnið Skallagrímur, eða Skalla-Grímur, er nafn landnámsmanns og er fyrst og fremst þekkt úr Egils sögu. Það er ekki í samræmi við íslenska nafnhefð að tvennu leyti. Í fyrsta lagi er nafnið viðurnefni eða auknefni, fyrir hinn sköllótta Grím, sbr. lýsingu Egils sögu (20. kap.): „Var Grímur þá hálfþrítugur að aldri og var þá sköllóttur. Síðan var hann kallaður Skalla-Grímur.“ Þetta nafn er enn í dag notað um sköllótta menn sem heita Grímur, Steingrímur, Þorgrímur eða öðrum nöfnum af sama toga. Í öðru lagi er mjög fátítt að fyrri liður nafns sé í eignarfalli, skalla-, en þó eru slík nöfn til, t.d. eru nöfnin Hagalín, Gilslaug og Maríuerla á mannanafnaskrá.

Ég tel samt sem áður unnt að fallast á nafnið vegna sérstöðu þess í sögu Íslands og bókmenntum.

Nafnið Skallagrímur er þekkt úr Egils sögu Skallgrímssonar. Faðir Skallagríms var Úlfur, kallaður Kveld-Úlfur, sem líka er auknefni, eða eins og segir í Egils sögu: „En dag hvern er að kveldi leið þá gerðist hann styggur svo að fáir menn máttu orðum við hann koma. Var hann kveldsvæfur. [?] Hann var kallaður Kveld-Úlfur.“ Í sögunni og öðrum Íslendingasögum eru þeir feðgar jafnan kallaðir auknefnum sínum, Kveldúlfur og Skallagrímur, og synir þeirra jafnan kenndir við þá svo, Egill Skallgrímsson – ekki Grímsson – og Skallagrímur Kveldúlfssonekki Úlfsson.


Nafnið Kveldúlfur er stofnsamsett eins og fjölmörg önnur íslensk nöfn og er því að formi til fullkomlega eðlilega myndað nafn þótt það sé auknefni. Það er að því leyti eðlilegra eiginnafn en Skallagrímur en í rökstuðningi þessum er óhjákvæmilegt að fjalla um bæði nöfnin, vegna þess að ef annað þeirra er formlega tækt íslenskt mannanafn skv. lögum verða bæði nöfnin að fylgjast að.


Umrædd tvö nöfn, Kveldúlfur og Skallagrímur, eru hefðbundin nöfn á þekktum körlum í fornbókmenntum okkar, og að mati undirritaðs eru þau nú svo rótgróin að fáir leiða hugann að því að um auknefni eða viðurefni sé að ræða, hvað þá að þau séu niðrandi. Eftir að þeir hafa fengið auknefni sitt í Egils sögu eru þeir aldrei kallaðir neitt annað síðan, hvorki í sögunni sjálfri né öðrum tiltækum fornbókmenntum þar sem þeirra er getið. Vinsældir Egils sögu meðal Íslendinga eiga án efa drjúgan þátt í að þessi tvö nöfn hafa þá sérstöðu sem hér er lýst.


Þessi tvö auknefni eru því ekki að öllu leyti á sama báti og önnur auknefni, sem nefnd eru í úrskurði meirihluta mannanafnanefndar. Brennu-Njáll er líka kallaður Njáll og synir hans eru Njálssynir og hið sama má segja um aðra,
Hrólf, Björn og Guddu. Nöfnin Kveldúlfur og Skallagrímur hafa því, að mati undirritaðs, fest sig í sessi sem góð og gild nöfn þrátt fyrir þá annmarka sem á þeim eru frá sjónarmiði nafnhefðarinnar.

Með því að samþykkja nafnið Skallagrímur á mannanafnaskrá er engan veginn verið að gefa fordæmi fyrir því að önnur auknefni að fornu eða nýju geti öðlast sess sem fullgild mannafnöfn.

Baldur Sigurðsson

 

 

 

2.         Mál nr. 76/2008          Eiginnafn:        Bergman  (kvk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Öll skilyrði 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi:

·          Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. (Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu).

·          Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.

·          Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef það brýtur í bág við önnur ákvæði 5. gr. laganna, þ.e. 2. málslið 1. mgr., 2. mgr. og 3. mgr. 5. gr.

 

Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.   Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.   Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.   Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.   Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.   Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.   Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.   Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.   Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningar-helgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Nafnið Bergmann er á ættarnafnaskrá og Bergmann (eiginnafn kk.) er á mannanafnaskrá sem eiginnafn karlmanns. Þar sem ekki er greinarmunur í framburði á einu og tveimur n-um í áherslulausri stöðu hljóma nöfnin Bergman og Bergmann eins. Það gerir að verkum að engin aðgreining verður gerð á nöfnunum Bergman og Bergmann. Í raun verður þetta því eitt og sama nafnið. Af þeim sökum er ekki mögulegt að samþykkja eiginnafnið Bergman (kvk.) sem kvenmannsnafn. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 skal gefa stúlku kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn. Samkvæmt 7. gr. sömu laga er nafn, sem notað hefur verið sem ættarnafn, óheimilt öðrum en þeim sem hafa rétt til nafnsins, sbr. einnig 24. gr. sömu laga.

 

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er engin kona skráð með eiginnafnið Bergman sem uppfyllir skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna. Því telst ekki vera hefð fyrir þessum rithætti né að kona beri nafnið sem eiginnafn. Eiginnafnið Bergman (kvk.) uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Bergman (kvk.) er hafnað.

 

 

 

3.         Mál nr. 77/2008          Millinafn:         Yngling

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Millinafnið Yngling er dregið af íslenskum orðstofnum, hefur ekki nefnifallsendingu og hefur hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn kvenna né sem eiginnafn karla. Nafnið er ekki heldur ættarnafn í skilningi 7. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Millinafnið Yngling uppfyllir þannig ákvæði 6. gr. fyrrnefndra laga.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Yngling er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

4.         Mál nr. 78/2008          Eiginnafn:        Tarfur  (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Tarfur (kk.) tekur beygingu í eignarfalli, Tarfs, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Tarfur (kk.) er samþykkt en nafnið skal ekki fært á mannanafnaskrá fyrr en skráning þess hefur verið framkvæmd hjá Þjóðskrá.

 

 

 

5.         Mál nr. 79/2008          Eiginnafn:        Snjáka  (kvk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Snjáka (kvk.) tekur beygingu í eignarfalli, Snjáku, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Snjáka (kvk.) er samþykkt en nafnið skal ekki fært á mannanafnaskrá fyrr en skráning þess hefur verið framkvæmd hjá Þjóðskrá.

 

 

 

6.         Mál nr. 80/2008          Eiginnafn:        Drauma  (kvk.)

  

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Drauma (kvk.) tekur beygingu í eignarfalli, Draumu, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Drauma (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

7.         Mál nr. 81/2008          Eiginnafn:        Bjargdís  (kvk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Bjargdís (kvk.) tekur beygingu í eignarfalli, Bjargdísar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Bjargdís (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

8.         Mál nr. 82/2008          Eiginnafn:        Ulf  (kk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Öll skilyrði 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi:

·          Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. (Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu).

·          Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.

·          Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef það brýtur í bág við önnur ákvæði 5. gr. laganna, þ.e. 2. málslið 1. mgr., 2. mgr. og 3. mgr. 5. gr.

 

Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.   Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.   Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.   Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.   Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.   Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.   Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.   Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.   Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningar-helgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Eiginnafnið Úlfur (kk.) á sér langa sögu. Eins og mörg önnur mannanöfn er það nafn á dýri sem frá fornu fari hefur vakið bæði ótta og virðingu í norðurálfu. Nafnið kemur fyrir í elstu ritheimildum á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum, og nafnið tíðkast í öðrum germönskum málum, til dæmis í þýsku og ensku. Í norðurlandamálunum nú á dögum er nafnið ritað Ulf eða Ulv en í ensku og þýsku er það ritað Wolf. Eins og sjá má af þessum dæmum er mannsnafnið Úlfur ritað með sama hætti og nafn dýrsins í viðkomandi tungumáli. Hinar ólíku gerðir nafnsins eru í samræmi við margra alda þróun beygingarkerfis og hljóðkerfis í tungumálunum og á endanum er það ritað í samkvæmt gildandi stafsetningarreglum í hverju máli.

 

Eitt meginmarkmið laga nr. 45/1996 um mannanöfn er að standa vörð um íslenskan búning nafna og þau ákvæði laganna, sem tilgreind eru hér að ofan, setja ákveðnar skorður við því hvaða nöfn með erlendum rithætti teljast vera í samræmi við íslenska málþróun og ritreglur. Rithátturinn Ulf á nafninu Úlfur er ekki í samræmi við íslenskt mál og fullnægir því ekki ákvæðum 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, nema hefð sé fyrir nafninu hér á landi.

 

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár eru fimm karlar skráðir með eiginnafnið Ulf (fyrra eða síðara nafn) sem uppfylla skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna og er sá elsti þeirra fæddur árið 1953. Eiginnafnið Ulf kemur ekki fyrir í „Skrá um eiginheiti karla fæddra á Íslandi samkvæmt manntalinu 1. desember 1910“ og heldur ekki í eldri manntölum. Því telst ekki vera hefð fyrir þessum rithætti. Eiginnafnið Ulf (kk.) uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Ulf (kk.) er hafnað.

 

 

 

10.       Mál nr. 84/2008          Eiginnafn:        Tími  (kk.)

  

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Tími (kk.) tekur beygingu í eignarfalli (Tíma) og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Tími (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

11.       Mál nr. 85/2008          Eiginnöfn:       Marija  (kvk.)   og   Isabel  (kvk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Öll skilyrði 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi:

·          Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. (Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu).

·          Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.

·          Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef það brýtur í bág við önnur ákvæði 5. gr. laganna, þ.e. 2. málslið 1. mgr., 2. mgr. og 3. mgr. 5. gr.

 

Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.   Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.   Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.   Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.   Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.   Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.   Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.   Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.   Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningar-helgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Eiginnafnið María (kvk.) á sér langa sögu og er með elstu og útbreiddustu nöfnum veraldar. Þegar nöfn berast milli þjóða taka þau á sig búning þess tungumáls þar sem þau skjóta rótum og á endanum eru þau skrifuð samkvæmt gildandi stafsetningarreglum í hverju máli. Nefna má nokkur dæmi um mismunandi rithátt nafnins María í ólíkum tungumálum: Marie, Maaria, Marja, Máire, Mair, Mária, María, Mariah, Marija og Mariya. Ótal afbrigði af Maríu-nafninu eru til, styttingar eða gæluafbrigði, einnig mismunandi eftir tungumálum, t.d. Maia, Mæja, Mairenn og Marín. Eins og sjá má af þessum dæmum er mannsnafnið María ritað í samræmi við margra alda þróun beygingarkerfis og hljóðkerfis í tungum heimsins og á endanum ráða stafsetningarreglur rithætti í hverju máli. Benda má á að á mannanafnaskrá hafa rithættirnir Maria og Marie unnið sér hefð vegna fjölda nafnbera hér á landi, jafnvel þótt ritháttur sé ekki í samræmi við almennar ritreglur, og auk þess eru á mannanafnaskrá allmörg lögmæt afbrigði nafnsins, t.d. Marí og Marína.

 

Eitt meginmarkmið laga nr. 45/1996 um mannanöfn er að standa vörð um íslenskan búning nafna og þau ákvæði laganna, sem tilgreind eru hér að ofan, setja ákveðnar skorður við því hvaða nöfn með erlendum rithætti teljast vera í samræmi við íslenska málþróun og ritreglur. Rithátturinn Marija á nafninu María er ekki í samræmi við íslenskt mál og fullnægir því ekki ákvæðum 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, nema hefð sé fyrir nafninu hér á landi.

 

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár eru tvær konur skráðar með eiginnafnið Marija (síðara nafn) sem uppfylla skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna og þær báðar fæddar árið 1999. Eiginnafnið Marija kemur ekki fyrir í „Skrá um eiginheiti kvenna fæddra á Íslandi samkvæmt manntalinu 1. desember 1910“ og heldur ekki í eldri manntölum. Því telst ekki vera hefð fyrir þessum rithætti. Eiginnafnið Marija (kvk.) uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Eiginnafnið Ísabella (kvk.) á sér einnig langa sögu og er með elstu og útbreiddustu nöfnum veraldar. Líkt og Maríunafnið er það til í mörgum afbrigðum í tungumálum veraldar. Sem dæmi má nefna: Isabel, Isabela, Isabell, Ishbel, Isibéal, Isobel, Izabela og Izabelle. Nafnið mun upphaflega vera spænsk útgáfa eða gælumynd af nafninu Elísabet, svo nafnið á ekki aðeins margar systur í tungumálum heimsins, heldur líka margar frænkur, misjafnlega skyldar. Rithátturinn Isabel (kvk.) á nafninu Ísabella er ekki í samræmi við íslenskt mál og almennar ritreglur og fullnægir því ekki ákvæðum 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, nema hefð sé fyrir nafninu hér á landi.

 

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár eru sautján konur skráðar með eiginnafnið Isabel (fyrsta, annað eða þriðja nafn) sem uppfylla skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna og er sú elsta þeirra fædd árið 1965. Eiginnafnið Isabel (kvk.) telst því hafa áunnið sér hefð í samræmi við 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 og b-lið vinnulagsreglna mannanafnanefndar frá 14. nóvember 2006. Eiginnafnið Isabel tekur beygingu í eignarfalli, Isabelar, og uppfyllir þar af leiðandi ákvæði 5. gr. áðurnefndra laga.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Marija (kvk.) er hafnað.

Beiðni um eiginnafnið Isabel (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsmynd þess, Isabelar, og sem ritmynd eiginnafnsins Ísabella.

 

 

12.       Mál nr. 86/2008          Eiginnafn:        Brynný  (kvk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Brynný (kvk.) tekur beygingu í eignarfalli og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Nafnið fallbeygist þannig: Brynný – um Brynnýju – frá Brynnýju – til Brynnýjar.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Brynný (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsendingu þess, Brynnýjar.

 

 

13.       Mál nr. 87/2008          Eiginnafn:        Stefana  (kvk.)

  

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Eiginnafnið Stefana (kvk.) tekur beygingu í eignarfalli og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Nafnið beygist Stefönu í aukaföllum.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Stefana (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

14.       Mál nr. 88/2008          Eiginnafn:        Leona  (kvk.)

 

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

 

Öll skilyrði 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi:

·          Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. (Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu).

·          Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.

·          Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef nafnið brýtur í bág við íslenskt málkerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.

 

Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.   Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.   Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.   Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.   Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.   Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.   Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.

2.   Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.   Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningar-helgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Eiginnafnið Leona (kvk.) brýtur í bág við íslenskt málkerfi. Það getur ekki talist ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, miðað við að eðlilegur íslenskur framburður nafnsins sé Leóna. Samkvæmt gögnum Þjóðskrár eru 2 konur skráðar með eiginnafnið Leona (síðara nafn) sem uppfylla skilyrði ofangreindra vinnulags-reglna og er sú eldri þeirra fædd árið 1958. Eiginnafnið Leona kemur ekki fyrir í „Skrá um eiginheiti kvenna fæddra á Íslandi samkvæmt manntalinu 1. desember 1910“ og heldur ekki í eldri manntölum. Því telst ekki vera hefð fyrir þessum rithætti. Eiginnafnið Leona uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það. Rétt er að taka fram að unnt er að fallast á ritháttinn Leóna, sé þess óskað.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið og ritháttinn Leona (kvk.) er hafnað.

  

  

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitiðEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn