Hoppa yfir valmynd
18. desember 2008 Innviðaráðuneytið

Auka má vegöryggi með einföldum aðgerðum

Meðal niðurstaðna í EuroRap gæðamatsins á íslenska vegakerfinu er að af 4.900 kílómetrum á hliðum veganna er meira en 5 metra fall á 720 km, breidd vegar er víðast hvar of lítil og að víða er hægt að auka öryggi vegfarenda með því að fjarlægja grjót og fyrirstöður við vegi, fylla upp skurði og fleira.

Gæðamat á íslenskum vegum
Gæðamat á íslenskum vegum.

Þetta kemur meðal annars fram í áfangaskýrslu 2008 um stöðu EuroRap gæðamatsins sem unnið er á vegum FÍB undir formerkjum hins evrópska gæðamatskerfis. Ólafur Kr. Guðmundsson hefur stýrt verkefninu sem unnið er með stuðningi ýmissa aðila. Matið er unnið í samvinnu við yfirvöld og veghaldara.

Búið er að meta 2.450 km þjóðvegakerfisins og áætlað er að skoða rúmlega þúsund km til viðbótar. Þar með yrði búið að meta um 3.500 km af helstu vegum landsins og kemur fram í skýrslunni að Ísland yrði þar með fyrsta landið í EuruRap verkefninu til að ljúka yfirferð á vegakerfi sínu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum