Hoppa yfir valmynd
18. desember 2008 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Mikilvægt að gæta net- og upplýsingaöryggis

Fimm fyrirlestrar voru fluttir á fundi á vegum samgönguráðuneytisins um net- og upplýsingaöryggi í gær. Var þar fjallað um mögulega stofnun teymis á Íslandi sem hefði það hlutverk að bregðast við ógnum sem stafað geta að net- og upplýsingaöryggi og þýðingu þess að fyrirtæki, stofnanir og hið opinbera sinni skipulega sameiginlegum öryggishagsmunum.

Fundur um netöryggismál
Fundur um netöryggismál.

Geir Ragnarsson, verkfræðingur í samgönguráðuneytinu, kynnti skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um mögulega stofnun CERT/CSIRT teymis á Íslandi og kynnti umræðuskjal samgönguráðuneytisins. Þar var varpað fram spurningum um hvernig best megi haga skipulegri öryggisstarfsemi til að verjast skaða vegna netglæpa, tölvuárása og annarra skemmdarverka á netinu. Einnig var rætt um mögulegt umfang og skipulag slíkrar starfsemi og mögulegan kostnað við starfsemina.

Marco Thorbruegge, fulltrúi Net- og upplýsingastofnunar Evrópu, ENISA, lýsti meðal annars aðkomu stofnunarinnar að aðstoð við uppbyggingu öryggisteyma í evrópu og reynslunni af alþjóðlegri samvinnu slíkra teyma.

Svala Helen Björnsdóttir, Svavar Ingi Hermannsson og Stefán Orri Stefánsson frá fyrirtækinu Stika ehf., ræddu um net- og upplýsingaöryggi frá ýmsum sjónarhornum.

Í lok fundar svöruðu fyrirlesarar og Stefán Snorri Stefánsson, höfundur skýrslunnar, spurningum fundarmanna.

Samgönguráðuneytið telur mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra um með hvaða hætti öryggið verði best tryggt og býður hagsmunaaðilum að senda inn athugasemdir sínar á netfangið [email protected] til 15. janúar næstkomandi.

Umræðuskjalið má nálgast hér.



Fundur um netöryggismál      
Frá kynningarfundi samgönguráðuneytisins um netöryggi sem haldinn var 17. desember.      

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum