Hoppa yfir valmynd
17. mars 2009 Innviðaráðuneytið

Borgarafundur í Neskaupstað um Norðfjarðargöng

Samgönguráðherra boðar til borgarafundar um Norðfjarðargöng og samgöngumál á Austurlandi í Neskaupstað á fimmtudagskvöld.

Kristján L. Möller samgönguráðherra mun einkum fjalla um fyrirhuguð Norðfjarðargöng en ræða einnig önnur samgöngumál á Austurlandi. Á fundinum verður einnig Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.

Fundirnn fer fram í Egilsbúð fimmtudaginn 19. mars og hefst klukkan 20. Íbúar Fjarðabyggðar og áhugafólk um samgöngumál í byggðarlaginu er hvatt til að sækja fundinn.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum