Hoppa yfir valmynd
20. mars 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 20. mars 2009


Mætt: Lára Björnsdóttir formaður (LB) fulltrúi félags- og tryggingamálaráðherra, Ása Ólafsdóttir tiln. af dómsmálaráðuneyti, Björn Ragnar Björnsson (BRB) tiln. af fjármálaráðuneyti, Eiríkur Jónsson tiln. af Kennarasambandi Íslands, Garðar Hilmarsson (GÓ) tiln. af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Guðríður Ólafsdóttir tiln. af Öryrkjabandalagi Íslands og Þroskahjálp, Guðrún Björk Bjarnadóttir (GBB) tiln. af Samtökum atvinnulífsins, Guðrún Sigurjónsdóttir (GS) tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson tiln. af Sambandi ísl. sveitarfélaga, Kristján Sturluson (KS) tiln. af Rauða krossi Íslands, Margrét Sæmundsdóttir tiln. af viðskiptaráðuneyti, Páll Ólafsson tiln. af Bandalagi háskólamanna, Sigurrós Kristinsdóttir (SK) tiln. af Alþýðusambandi Íslands, Stefán Stefánsson (StSt) tiln. af menntamálaráðuneyti, Stella K. Víðisdóttir (SKV) tiln. af Reykjavíkurborg, og Vilborg Oddsdóttir (VO) tiln. af Biskupsstofu, auk Þorbjarnar Guðmundssonar (ÞG) og Ingibjargar Broddadóttur (IB) starfsmanna.

Gestir á fundinum voru meðal annars þeir sem hafa tekið þátt í starfi vinnuhópanna á vegum velferðarvaktarinnar:
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, félags- og tryggingamálaráðuneyti, Margrét Erlendsdóttir, félags- og tryggingamálaráðuneyti, Vigdís Jónsdóttir Starfsendurhæfingarsjóði, Anni G. Haugen, félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, Þorgerður Benediktsdóttir, félags- og tryggingamálaráðuneyti, Guðrún Ögmundsdóttir menntamálaráðuneyti, Guðni Olgeirsson menntamálaráðuneyti, Ragnheiður Bóasdóttir menntamálaráðuneyti, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir Capacent, Hulda Styrmisdóttir, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Hugrún Jóhannesdóttir Vinnumálastofnun, Flóki Guðmundsson UNICEF, Högni Óskarsson, Humus ehf., Rafn M. Jónsson Lýðheilsustöð, Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð, Helga Sverrisdóttir, félags- og tryggingamálaráðuneyti, Unnur V. Ingólfsdóttir, fjölskyldusvið Mosfellsbæjar, Geir Bjarnason, Hafnafjarðarkaupstað, Vilborg Ingólfsdóttir, félags- og tryggingamálaráðuneyti, Þór G. Þórarinsson, félags- og tryggingamálaráðuneyti, Ingi ValurJóhannsson, félags- og tryggingamálaráðuneyti, Hjördís Árnadóttir, Reykjanesbær, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Rauða kross Íslands,  Karen Á. Vignisdóttir, Seðlabanki Íslands, Ragnar Þorsteinsson, menntasviði Reykjavíkurborgar,  Ellý Þorsteinsdóttir, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar,  Petrína Ásgeirsdóttir Barnaheill og Jóna Björk Guðnadótti,r Samtök fjármálafyrirtækja.

Áfangaskýrsla stýrihópsins kynnt
Lára Björnsdóttir bauð gesti velkomna til fundarins og þakkaði öllum mikilsvert framlag þeirra. Hún greindi frá að stýrihópurinn hefði hafið störf  20. febrúar eða fyrir sléttum mánuði. Sex vinnuhópar voru strax stofnaðir sem fjölluðu um afleiðingar kreppunnar á tiltekna hópa og nauðsynlegar aðgerðir:

a. Börn (0–18 ára),
b. ungmenni og ungt fólk (15–25 ára),
c. þeir sem standa höllum fæti og stóðu höllum fæti fyrir kreppu,
d. fjármál heimilanna,
e. fólk án atvinnu,
f. heilsufar og heilsugæsla.

Skýrslur hópanna eru uppistaðan í áfangaskýrslu stýrihópsins. LB fór yfir meginniðurstöður áfangaskýrslunnar og kynnti helstu tillögur. Miklar, áhugaverðar og gagnlegar umræður spunnust í framhaldi og má þar nefna eftirfarandi atriði:

  • Skoða verði allar hliðar kreppunnar þar sem einkennin (indikatorar) komi víða fram meðal annars í fjarvistum frá vinnu. Draga líka fram góð tíðindi, svo sem ráðningar í ný störf.
  • Bent var á að ParX haldi gagnabanka um fjarvistir frá vinnu.
  • Minnt á að úrræði sem standa einungis atvinnulausum til boða skili sér ekki sem skyldi til þeirra. Þau þurfi að standa öllum opin.
  • Gæta þurfi sérstaklega að 17 ára ungmennum. Brúa þurfi bilið milli ríkis og sveitarfélaga sérstaklega hvað þennan hóp varðar og koma í veg fyrir brotthvarf úr framhaldsskóla.
  • Bent var á að tenging við aðrar framkvæmdaáætlanir ekki kæmi skýrt fram (aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna (2007–2011) og framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda frá vori 2008).
  • Tryggja þurfi fordómafræðslu.
  • Skerpa verði aðgerðir varðandi fjármál heimilanna og skoða þær tillögur betur.
  • Efla þurfi og bæta upplýsingamiðlun til einstaklinga. Miðlun á Netinu er ekki nóg.
  • Stilla þurfi tillögunum betur upp.
  • Tryggja verði aðgang að námi og starfsfræðslu.
  • Skerpa verði áherslur gagnvart þeim sem verst eru staddir.

Lára greindi að lokum frá því að félags- og tryggingamálaráðherra fengi nú skýrsluna í hendur og í framhaldi kæmi í ljós hvort og með hvaða hætti tillögunum yrði komið í framkvæmd, en hún eðlilegast yrði að stýrihópurinn fylgdi þeim eftir.

Næsti fundur verður föstudaginn 27. mars 2009 kl. 14.00–16.00.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum