Hoppa yfir valmynd
24. mars 2009 Innviðaráðuneytið

Netríkið Ísland: Sjálfshjálp um vefi og opinn hugbúnað

Skýrslutæknifélagið og forsætisráðuneyti standa fyrir ráðstefnu á Grand Hótel 2. apríl kl. 12-14. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Netríkið Ísland: Sjálfshjálp um vefi og opinn hugbúnað“. Þar verður kynnt nýtt fræðsluefni á ut-vefnum, annars vegar handbók um opinbera vefi og hins vegar fræðsluefni um stafrænt frelsi. Að auki verða sagðar nokkrar reynslusögur af uppbyggingu opinberra vefja og notkun frjáls og opins hugbúnaðar hjá stofnunum.

Ráðstefnan er liður í því að efla fræðslu til þeirra sem fást við upplýsingatækni hjá opinberum aðilum, ríkisstofnunum og sveitarfélögum.

Sjá nánar á vef Ský.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum