Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2009 Dómsmálaráðuneytið

Ráðherra heimsótti sýslumannsembættið og lögregluna á Akranesi

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra heimsótti sýslumannsembættið og lögregluna á Akranesi í gær.
Ráðherra kynnir sér starfsemi lögreglunnar á Akranesi
Lögreglan á Akranesi heimsótt.

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra heimsótti sýslumannsembættið og lögregluna á Akranesi í gær, 17. apríl 2009. Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur sýslumaður og lögreglustjóri, tók á móti ráðherra ásamt samstarfsfólki og kynnti starfsemi beggja embættanna. Íbúar Akraneskaupstaðar eru um 6600 og hefur þeim fjölgað um 1000 á síðustu fimm árum.

Sýsluskrifstofan er til húsa við Stillholt 16-18 og hjá embættinu starfa nú níu manns. Starfsmenn hjá lögreglunni eru tíu talsins og leggur Halla Bergþóra áherslu á að eitt brýnasta verkefnið nú sé að styrkja starfsemi rannsóknardeildar í takt við aukinn málafjölda, til að mynda hafi deildinni borist mörg aðsend mál á árunum 2007-2008. Lögreglan sinnir fjölþættum verkefnum, s.s. umferðarmálefnum og fíkniefnamálum og hefur hún m.a. náð mjög góðum árangri í baráttunni við akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá hefur mikil áhersla hefur verið lögð á forvarnaverkefni í samstarfi við grunnskóla.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum