Hoppa yfir valmynd
29. júní 2009 Innviðaráðuneytið

Lágmarksfjárhæð vegna lána Íbúðalánasjóðs til endurbóta lækkuð

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur sett reglugerð um breytingu á reglugerð um lánshlutfall og fjárhæð ÍLS-veðbréfa, nr. 540/2006, sem lækkar lágmarkslánsfjárhæð ÍLS-veðbréfa til endurbóta á húsnæði eða viðauka við það úr 570.000 krónum í 400.000 krónur. Breytingin er einkum til hagsbóta fyrir eigendur minnstu íbúða í fjölbýlishúsum og eigendur íbúðarhúsnæðis sem hafa átt í erfiðleikum með fjármögnun smærri framkvæmda. Vonir standa til að þessi breyting ýti undir framkvæmdir og auðveldi fólki að ráðast í endurbætur á húsnæði sínu.

Til endurbóta á húsnæði telst til dæmis endurnýjun á raflögnum eða vatnslögnum, þakviðgerðir, málningarvinna, endurnýjun eldhúsinnréttinga og margt fleira. Framkvæmdir við lóð, svo sem hellulagning eða smíði sólpalla, eru einnig lánshæfar. Allar viðbætur við íbúð, hvort sem þær eru keyptar eða byggðar, eru lánshæfar ef þær hafa hlotið samþykki byggingaryfirvalda og ef þær eru skráðar með íbúðinni í fasteignaskrá og veðmálabókum.

Tenging frá vef ráðuneytisinsReglugerð nr. 552/2009, um breytingu á reglugerð um lánshlutfall og fjárhæð ÍLS-veðbréfa, nr. 540/2006

Tenging frá vef ráðuneytisinsReglugerð um lánshlutfall og fjárhæð ÍLS-veðbréfa, nr. 540/2006

Tenging frá vef ráðuneytisinsNánari upplýsingar um skilyrði og reglur endurbótalána á heimasíðu Íbúðalánasjóðs



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum