Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Arðsemi rafrænnar stjórnsýslu metin með staðalkostnaðarlíkaninu

PricewaterhouseCoopers hefur lokið við verkefni fyrir forsætisráðuneyti sem snérist um að leggja mat á arðsemi rafrænnar stjórnsýslu. Verkefni PwC fólst í að nota staðalkostnaðarlíkanið (e. Standard Cost Model - SCM) til að mæla arðsemi innleiðingar rafrænna stjórnsýslukerfa og einföldunaraðgerða fyrir notendur opinberrar þjónustu. Til viðbótar var PwC falið að meta arðsemi þessara sömu aðgerða í innra starfi opinberra aðila. Tilgangurinn með skýrslunni er að auðvelda opinberum aðilum ákvarðanatöku í tengslum við hagræðingu og einföldun stjórnsýsluferla. Mun skýrslan nýtast sem handbók fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðafræðina nánar og beita henni í eigin verkefnum.

Í skýrslunni eru tekin dæmi þar sem staðalkostnaðarlíkanið er notað til að reikna arðsemi af þremur verkefnum, umsókn um ellilífeyri, umsókn um fæðingarorlof og stofnun fyrirtækis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira