Hoppa yfir valmynd
21. september 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skólamáltíðir

Velferðarvaktin hefur sent öllum sveitarstjórnum og skólanefndum landsins hvatningu (bréf sem fylgir hér með) um að tryggt verði með öllum tiltækum ráðum og fylgst með að börn í skólum á þeirra vegum fái alla skóladaga hádegisverð.

Í þessu sambandi er vakin athygli á að Finnar telja að sú staðreynd að öll börn í finnskum grunnskólum hafi fengið hádegisverð í skólum landsins hafi átt ríkan þátt í að draga úr alvarlegum afleiðingum efnahagskreppunnar á börn þar í landi í upphafi 10. áratugar síðustu aldar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum