Hoppa yfir valmynd
13. október 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Grunnþjónustuhópur

Grunnþjónustuhópur hefur verið stofnaður á vegum stýrihóps velferðarvaktarinnar.

Hópnum hefur verið falið eftirfarandi verkefni í tengslum við framfylgd stöðugleikasáttmálans: ”Að leita leiða í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins til að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélaga”. Hópurinn skal einnig huga að grunnþjónustu ríkisins og leitast við að skilgreina hvaða þjónusta teljist til grunnþjónustu. Hópurinn mun fyrst og fremst leitast við að skilgreina þá þjónustu mikilvægt er að hlífa á tímum niðurskurðar og miðla þeim niðurstöðum til stjórnvalda.

Í hópnum eru eftirtaldir fulltrúar í stýrihópnum: 

  • Lára Björnsdóttir formaður,
  • Guðrún Björk Bjarnadóttir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins,
  • Garðar Hilmarsson frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja,
  • Eiríkur Jónsson frá Kennarasambandi Íslands,
  • Sigurrós Kristinsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands,
  • Anna Guðrún Björnsdóttir frá Sambandi ísl. sveitarfélaga,
  • Héðinn Unnsteinsson frá heilbrigðisráðuneyti og
  • Stella K. Víðisdóttir frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. 

Ennfremur sitja í hópnum Sigríður Hanna Ingólfsdóttir og Gerður A. Árnadóttir  frá Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands og  Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 

Ingibjörg Broddadóttir starfar með hópnum.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum