Hoppa yfir valmynd
13. október 2009 Innviðaráðuneytið

Lyklar að hraða og hagræðingu - rafrænir reikningar, pantanir og önnur viðskiptaskjöl

Skýrslutæknifélag Íslands og FUT, fagstaðlaráð Staðlaráðs í upplýsingatækni, efna til ráðstefnu um rafræn viðskiptaskjöl og tengda þjónustu á Grand Hótel þann 14. október n.k., frá kl. 13 - 17.

Fjallað verður um efnið frá ýmsum sjónarhornum og leitast verður við að svara m.a. eftirtöldum spurningum:

  • Hvernig er rafrænn reikningur útbúinn?
  • Hvaða þjónusta er í boði fyrir rafræn viðskiptaskjöl?
  • Hver er ávinningur og hagur notenda?
  • Hvað þurfa hugbúnaðarhús að hafa í huga?

Ráðstefnan er haldin í tilefni af alþjóðlega staðladeginum og útgáfu tækniforskriftar Staðlaráðs fyrir rafræna reikninga. Útgáfan er stór áfangi í markvissri innleiðingu rafrænna viðskiptaskjala yfir Internetið.

Í tengslum við ráðstefnuna verða Skýrr, Staðlaráð og Landsbankinn með sýningarbás.

Dagskrána er að finna sky.is. Meðal þess sem er á dagskrá er kynning á nýju upplýsinga- og fræðsluefni um rafræn viðskipti sem verður hér á UT-vefnum. 

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 7.500 kr. Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 9.500 kr. Þátttökugjald fyrir nemendur gegn framvísun námsskírteinis 3.500 kr.

Skráning er á sky.is.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum