Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 4. nóvember 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 4. nóvember, var haldinn fundur í mannanafnanefnd. Fundurinn fór fram á Neshaga 16. Mætt voru: Ágústa Þorbergsdóttir og Baldur Sigurðsson.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

1.        Mál nr. 57/2009.     Eiginnafn:     Milica (kvk.) – Beiðni um endurupptöku

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Mannanafnanefnd tók til úrskurðar beiðni um eiginnafnið Milica (kvk.) á fundi sínum miðvikudaginn 8. júlí sl. þar sem beiðninni var hafnað. Í þeim úrskurði segir m.a.:

“... Eiginnafnið Milica (kvk.) getur ekki talist ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls. Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er engin kona skráð með eiginnafnið Milica sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglnanna. Eiginnafnið Milica uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.”

Nafnið var tekið upp á ný að beiðni umsækjenda og í máli sínu benda þau á önnur nöfn með bókstafnum c sem eru á mannanafnaskrá, s.s. Cecilia, Camila, Carmen, Charlotta, Charlotta, Charlotte, Christine, Clara, Alice. Því er til að svara að umrædd nöfn hafa öll unnið sér hefð í íslensku máli og eru þau dæmi því ekki sambærileg við nafnið Milica. Ritháttur , sem brýtur í bág við ritreglur íslensks máls, t.d. notkun erlendra bókstafa á borð við c og q, telst ekki hafa unnið sér hefð í öllum nöfnum þótt svo vilji til að hann hafi unnið sér hefð í einu nafni eða fleirum. Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki það skilyrði, sem tilgreint er í 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, þ.e. telst ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð.

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um manna­nöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur, sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006, og sem byggðar eru á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.    Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.    Það er nú borið af 10‑14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.    Það er nú borið af 5‑9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.    Það er nú borið af 1‑4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.    Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703‑1910.

2.  Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.  Tökunafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá er engin kona skráð með eiginnafnið Milica sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglnanna og því uppfyllir nafnið ekki ákvæði 5. gr. laga um hefð. 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Milica (kvk.) er hafnað.

 

 

2.        Mál nr. 81/2009.     Eiginnafn:     Aisha (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

Enn fremur segir í 5. gr. laganna: „Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.“

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef nafnið brýtur í bág við íslenskt málkerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um manna­nöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur, sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006, og sem byggðar eru á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.    Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.    Það er nú borið af 10‑14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.    Það er nú borið af 5‑9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.    Það er nú borið af 1‑4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.    Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703‑1910.

2.  Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.  Tökunafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

 

Eiginnafnið Aisha (kvk.) getur ekki talist ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá bera 2 konur eiginnafnið Aisha sem uppfylla skilyrði vinnulagsreglnanna og er sú eldri þeirra fædd árið 1999. Eiginnafnið Aisha hefur því ekki unnið sér hefð. Eiginnafnið Aisha uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Aisha (kvk.) er hafnað.

 

 

3.        Mál nr. 82/2009      Eiginnafn:     Edilon

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Edilon (kk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Edilons, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Edilon (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

  

5.        Mál nr. 84/2009      Eiginnafn:     Elvi (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Elvi (kv.) tekur íslenskri beygingu, Elvi – um Elvi – frá Elvi – til Elvi. Benda má á að á sama hátt beygist eiginnafnið Þyri (kv.) og ýmis kvenkyns samnöfn, s.s. gleði, speki og athygli. Eiginnafnið Elvi uppfyllir ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Elvi (kv.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

6.        Mál nr. 85/2009      Eiginnafn:     Bastian/Bastían (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

Enn fremur segir í 5. gr. laganna: „Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.“

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef nafnið brýtur í bág við íslenskt málkerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um manna­nöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur, sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006, og sem byggðar eru á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.    Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.    Það er nú borið af 10‑14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.    Það er nú borið af 5‑9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.    Það er nú borið af 1‑4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.    Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703‑1910.

2.  Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.  Tökunafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Eiginnafnið Bastian (kk.) samrýmist ekki almennum ritreglum íslensks máls miðað við að eðlilegur íslenskur framburður nafnsins sé með -í- og brýtur í bág við almennar ritreglur íslensks máls. Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár uppfyllir eiginnafnið Bastian ekki skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna um hefð.

Eiginnafnið Bastían (kk.) telst ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls og uppfyllir að öðru leyti ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Nafnið fallbeygist þannig: Bastían – um Bastían – frá Bastían/Bastíani – til Bastíans.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Bastian (kk.) er hafnað. Beiðni um eiginnafnið Bastían (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

7.        Mál nr. 86/2009      Eiginnafn:     Zíta (kvk.) – Beiðni um endurupptöku

                                               Millinafn:       Zíta

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

a) Zíta sem eiginnafn (kvk.)

Mannanafnanefnd tók til úrskurðar beiðni um eiginnafnið Zíta (kvk.) á fundi sínum 23. janúar 2008 þar sem beiðninni var hafnað. Í þeim úrskurði segir m.a.:

“... Eiginnafnið Zíta (kvk.) getur ekki talist ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls en bókstafurinn ‘z’ var felldur brott úr íslenskri stafsetningu árið 1974, sbr. auglýsingu frá menntamálaráðuneytinu nr. 132/1974. Þó má nota bókstafinn ‘z’ í nútímamáli í eiginnöfnum (af erlendum uppruna) þar sem rithátturinn hefur unnið sér hefð, dæmi Zóphanías, og í ættarnöfnum, dæmi: Eggerz. ? Eiginnafnið Zíta uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.“

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef nafnið brýtur í bág við íslenskt málkerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um manna­nöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur, sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006, og sem byggðar eru á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.    Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.    Það er nú borið af 10‑14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.    Það er nú borið af 5‑9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.    Það er nú borið af 1‑4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.    Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703‑1910.

2.  Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.  Tökunafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár eru þrjár konur skráðar með eiginnafnið Zíta (fyrra, síðara og þriðja nafn) sem uppfylla skilyrði vinnulagsreglnanna. Sú elsta er fædd árið 1935 og hinar eru fæddar 1944 og 1954.

Eiginnafnið Zíta telst ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls og telst ekki heldur hafa unnið sér hefð.

b) Zíta sem millinafn

Um millinöfn gilda ákvæði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Þar segir m.a. að millinafn skuli dregið af íslenskum orðstofnum eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu.

Þar sem nafnið Zíta hefur nefnifallsendingu og er ekki dregið af íslenskum orðstofni uppfyllir það ekki ákvæði 6. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Zíta (kvk.) er hafnað og beiðni um millinafnið Zíta er einnig hafnað.

 

 

Mál nr. 87/2009                  Eiginnafn:     Leah (kv.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

Enn fremur segir í 5. gr. laganna: „Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.“

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef nafnið brýtur í bág við íslenskt málkerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.

Nafnið Lea er hebreskt að uppruna og er víða til, t.d. á Norðurlöndum og í ensku- og þýskumælandi löndum. Á Íslandi er einungis hefð fyrir rithættinum Lea en í enskumælandi löndum hefur tíðkast rithátturinn Leah og er hér sótt um enska ritháttinn.

Íslenskt málsamfélag er eitt hið minnsta í veröldinni og því viðkvæmara fyrir áhrifum en þau samfélög sem stærri eru. Varðveisla tungumálsins hefur orðið viðfangsefni löggjafans hér á landi, meðal annars með setningu laga um mannanöfn. Eitt af meginmarkmiðum laga um mannanöfn, nr. 45/1996, er að varðveita sérkenni og sérstöðu íslensks nafnkerfis og nafnforða og þar með að íslensk nöfn séu rituð að íslenskum hætti.

Umsækjendur rökstyðja beiðni sína með tilvísun í rithátt og framburð í bandarísku málsamfélagi. Mannanafnanefnd ætlar ekki að ræða þær framburðarreglur sem þar gilda. Rétt er þó að benda á að bandarískt málsamfélag ber þess merki að vera samfélag innflytjenda sem borið hafa með sér mjög margbreytileg nöfn sem rituð eru á ýmsa vegu. Ritháttur á tungu landsmanna, ensku, er þar að auki mótaður á grundvelli ólíkra rithefða og málsamfélagið vanara sundurleitari rithætti en hið íslenska. Þar í landi eru því litlar skorður við því hvernig skrifa má nöfn af erlendum uppruna og almenningur er vanari því þar en hér á landi að þurfa að læra óvenjulegan framburð orða, jafnt sérnafna sem samnafna.

Mannanafnanefnd getur ekki fallist á þau rök umsækjenda sem byggjast á samanburði við bandarískt málsamfélag.

Endingin –h í nafninu Leah (kv.) á sér ekki hliðstæðu við aðrar endingar kvenkynsnafna í íslensku. Bókstafurinn h stendur fyrir allsérstakt hljóð og í íslensku málkerfi eru mikil takmörk á því hvar þetta hljóð, og stafurinn sem það táknar, geta komið fyrir, því það kemur hvergi fyrir nema í upphafi orðs eða orðhluta. Notkun bókstafsins h í enda nafnsins Leah er ekki sambærileg við notkun h í nöfnunum Agatha, Bertha, Martha, Ruth og Thelma. Bókstafurinn h í enda orðs breytir í grundvallaratriðum endingu þess og raskar þar með stöðu þess í málkerfinu sjálfu. Ritháttur, sem brýtur í bága við almennar ritreglur íslensks máls, t.d. í notkun bókstafsins h, telst ekki hafa unnið sér hefð í öllum nöfnum þótt svo vilji til að hann komi fyrir í einu nafni eða fleirum, sem reynst hafa svo algeng hér á landi að þau hafa unnið sér hefð skv. skilningi laganna.

Um áhrif þess að rita h í enda nafnsins Leah á framburð þess í íslensku er lítið unnt að fullyrða. Rithátturinn Leah er svo framandi íslensku málkerfi og rithætti að sá sem ekki er beinlínis kunnugur þessu nafni í ensku hefur hvorki forsendur til að meta hvort hér er um karlmanns- eða kvenmannsnafn að ræða né til að bera það fram eins og Lea. Það verður enn til að auka á framandleikann að samstafan –ea- er ekki íslensk að uppruna þótt hún komi fyrir í nöfnum sem hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Benda má á að mögulegt er að bera ritháttinn -eah fram með ch-hljóði, líkt og nafn tónskáldsins Bach, og yrði þá nafnið borið fram sem einkvætt orð, Lech eða Lach, eða tvíkvætt, Le-ach.

Eitt grundvallaratriði í íslensku málkerfi er beyging nafnorða í föllum. Undir það falla mannanöfn. Hegðun orða í beygingarkerfinu ræðst að miklu leyti af endingu þeirra þar sem ending orðs getur hamlað því að orðið hagi sér eðlilega í íslenskri beygingu.

Nafnorð, sem enda á sérhljóði í öllum föllum, taka veika beygingu. Dæmi: Anna, eignarfall Önnu og Lea, eignarfall Leu. Veik beyging í íslensku er aldrei rituð með –h í enda orðs, þ.e. stafsetningin –ah í nefnifalli og –uh í aukaföllum er ekki til í íslensku beygingarkerfi. Bókstafurinn og hljóðið h í endingu orðs eru því ekki í samræmi við íslenskt málkerfi.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið og ritháttinn Leah (kv.) er hafnað.

 

 

 

9          Mál nr. 88/2009      Eiginnafn:     Amilía (kvk.)

Sótt var um eiginnafnið Amilía (kvk.) fyrir tveimur árum (mál 31/2007).

Eins og málið var þá vaxið úrskurðaði mannanafnanefnd úrskurðaði ekki í málinu heldur felldi hún það niður. Að athuguðu máli þykir nú ástæða til að taka málið til efnislegrar meðferðar og úrskurða í því.

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Amilía tekur íslenskri beygingu og uppfyllir ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn. Að gefnu tilefni og í samráði við Þjóðskrá ákveður mannanafnanefnd ex officio að taka nafnið Amilía á mannanafnaskrá.

Úrskurðarorð:

Eiginnafnið Amilía (kvk.) skal fært á mannanafnaskrá.

 

 

10       Mál nr. 90/2009      Eiginnafn:     Árvök (kv.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Árvök (kv.) tekur íslenskri beygingu, Árvök – um Árvöku – frá Árvöku – til Árvakar, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Árvök (kv.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

11       Mál nr. 91/2009      Eiginnafn:     Emmanuel (kk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu.

Enn fremur segir í 5. gr. laganna: „Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.“

Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef nafnið brýtur í bág við íslenskt málkerfi, sbr. 2. málslið 1. mgr. 5. gr. sömu laga.

Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 um manna­nöfn styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur, sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006, og sem byggðar eru á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:

1.  Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

a.    Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;

b.    Það er nú borið af 10‑14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;

c.    Það er nú borið af 5‑9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;

d.    Það er nú borið af 1‑4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;

e.    Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703‑1910.

2.  Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

3.  Tökunafn getur verið hefðað, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Eiginnafnið og rithátturinn Emmanuel (kk.) getur ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. miðað við að nafnið sé borið fram Emmanúel. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá hefur eiginnafnið Emmanuel (kk.) ekki áunnið sér hefð í samræmi við 1. mgr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og skv. vinnulagsreglum frá 14. nóvember 2006 þar sem einungis tveir uppfylla umrædd skilyrði og er sá eldri fæddur 1984. Eiginnafnið Emmanuel uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið og ritháttinn Emmanuel (kk.) er hafnað. Vegna þess máls hefur mannanafnanefnd ákveðið að úrskurða nafnmyndina Emmanúel (kk.) á mannanafnaskrá.

 

 

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn