Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

Sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur skipað sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal í samræmi við aðgerðaáætlun gegn mansali, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnar þann 17. mars sl.

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur skipað sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal í samræmi við aðgerðaáætlun gegn mansali, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnar þann 17. mars sl. Hlutverk teymisins er meðal annars að tryggja yfirsýn og þekkingu á mansalsmálum á Íslandi, fylgja eftir vísbendingum um mansal, bera kennsl á möguleg fórnarlömb þess og tryggja þeim vernd og aðstoð. Jafnframt er teyminu ætlað að sinna skráningu ætlaðra mansalsmála, sinna fræðslu um mansalsmál, hafa eftirlit með framkvæmd aðgerðaáætlunar og vera stjórnvöldum til ráðgjafar í mansalsmálum. Skipunartími teymisins er til 31. desember 2012.

Teymið er skipað Hildi Jónsdóttur, sem er formaður, Guðlaugu Jónasdóttur, frá dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, Sveini Magnússyni, frá heilbrigðisráðuneytinu, Ingibjörgu Broddadóttur, frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu, Berglindi Eyjólfsdóttur, frá Ríkislögreglustjóra, Guðrúnu Jónsdóttur, frá Stígamótum, Sigþrúði Guðmundsdóttur, frá Samtökum um kvennaathvarf, Ágústi Flygenring, frá utanríkisráðuneytinu og Hreiðari Eiríkssyni, frá Útlendingastofnun.

Neyðarteymi að störfum
Vegna rannsóknar lögreglunnar á meintu mansalsmáli að undanförnu hefur verið starfandi svokallað neyðarteymi sem fjallað er um í aðgerðaáætlun gegn mansali en í teymið eru kallaðir til þeir aðilar sem sérstaka aðkomu hafa að málum þar sem grunur er um mansal, miðað við aðstæður hverju sinni.


Skýrsla um aðgerðaáætlun gegn mansali (pdf-skjal)

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira