Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Embætti skrifstofustjóra skrifstofu vísinda og háskóla

Í mennta- og menningarmálaráðuneyti er laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra skrifstofu vísinda og háskóla.

Skrifstofa vísinda og háskóla fjallar um málefni háskólastigsins og annast almenna stjórnsýslu á sviði vísinda, rannsókna- og nýsköpunar. Hún undirbýr mótun stefnu í málefnum háskóla og hefur umsjón með framkvæmd hennar. Á skrifstofunni fer fram undirbúningur og ráðgjöf vegna stefnumótunar á vegum Vísinda- og tækniráðs. Skrifstofa vísinda og háskóla hefur umsjón með starfi Vísinda- og tækniráðs og vísindanefndar og annast samþættingu vísinda, rannsókna og nýsköpunar við mótun og framkvæmd menntastefnu.

  • Skrifstofustjóri ber ábyrgð á daglegri starfsemi skrifstofu vísinda og háskóla og hefur yfirsýn yfir málefni og verkefni sem undir skrifstofuna heyra.
  • Hann tekur þátt í stefnumörkun með yfirstjórn ráðuneytisins og í samningu lagafrumvarpa og reglugerða og tekur einnig þátt í alþjóðlegu samstarfi.
  • Æskilegt er að nýr skrifstofustjóri geti hafið störf 1. janúar 2010. Um laun og önnur starfskjör skrifstofustjóra fer samkvæmt ákvörðunum kjararáðs, sbr. lög um kjararáð nr. 47/2006.
  • Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og geta sýnt frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Þeir skulu einnig hafa hæfni í mannlegum samskiptum, leiðtogahæfileika, þekkingu á sviði opinberrar stjórnsýslu og á málaflokkum er tengjast vísinda og háskólamálum.
  • Reynsla af stjórnun er æskileg og gott vald á talaðri og ritaðri íslensku.
  • Góð kunnátta í ensku er skilyrði og kunnátta í einu Norðurlandamáli nauðsynleg.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri upplýsinga og þjónustusviðs. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 18. desember nk.Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn