Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samræming rafrænna innkaupa í Evrópu

Vinnunefnd Staðlastofnunar Evrópu (CEN/BII) gaf út samþykktir (CWA) um 26 umgjarðir (profiles) fyrir rafræn innkaup í nóvember síðastliðnum, samanber frétt hér á UT-vefnum.

Nú er búið að opna formlega fyrir aðgang að þessum umgjörðum rafrænna skjala á vef Staðlastofnunarinnar.

Ljóst er að útkoma þessara samþykkta mun hafa gífurleg áhrif á allt innkaupaferlið innan Evrópu. Afurð CEN/BII er uppistaðan í innleiðingarferli Peppol, sem heldur ráðstefnu í Malmö 9-11. febrúar, eins og nefnt var í síðasta fréttabréfi.

Nú er komin út viðskiptaáætlun um næsta þátt CEN/BII, eða "fasa 2". Verkefninu verður hleypt af stokkunum þann 10. febrúar í Malmö og er það engin tilviljun, því tímaáætlun CEN/BII2 hefur verið samræmd tímaáætlun Peppol verkefnisins.

Afurð CEN/BII fasa 1 og tilkynningu um gangsetningu CEN/BII fasa 2 má finna hér:

www.cen.eu/CENORM/Sectors/Sectors/ISSS/Activity/Ws_BII.aspEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn