Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Tæknileg innleiðing rafrænna reikninga

Námskeið verður haldið 4. mars fyrir tæknimenn sem annast útfærslu og innleiðingu á rafrænum reikningum.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist skilning á uppbyggingu staðla fyrir rafræna reikninga og geti innleitt slíka reikninga samkvæmt tækniforskriftini TS 135.

Farið er yfir atriði sem skilgreind eru í tækniskýrslunni, hvað innleiðing þarf að uppfylla til að teljast fullnægjandi og á hvaða hátt hægt er að skilgreina sértilvik án þess að víkja frá staðli eða tækniskýrslu. Farið er í smáatriðum yfir innihald rafræns reiknings samkvæmt NES umgjörð 4 sem lýst er í tækniforskriftinni TS 135:2009. Einnig er farið yfir hvernig umgjörð 4 tengist við umgjarðir fyrir önnur rafræn skjöl og hvernig hægt er að koma í veg fyrir tvíverknað.

Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs Íslands, stadlar.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn