Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti

Sigríður Tómasdóttir í Brattholti
Sigríður Tómasdóttir í Brattholti

Í tilefni af 20 ára afmæli umhverfisráðuneytisins 23. febrúar hefur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ákveðið að heiðra minningu Sigríðar Tómasdóttur í Brattholti með því að afhenda náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á degi umhverfisins sem haldinn er þann 25. apríl ár hvert. Viðurkenningin verður afhent einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar í fyrsta sinn á degi umhverfisins á þessu ári.

Sigríður Tómasdóttir, fæddist 24. febrúar 1871 í Brattholti. Sigríður var baráttukona og  náttúruverndarsinni sem lagði á sig mikið erfiði í baráttu gegn virkjun Gullfoss. Hún var því brautryðjandi á sviði náttúruverndarmála hér á landi og hefur æ síðan verið íslenskum náttúruverndarsinnum fyrirmynd.

Hægt er að senda umhverfisráðuneytinu tilnefningar til viðurkenningarinnar. Tillögurnar þurfa að berast umhverfisráðuneytinu eigi síðar en 1. apríl 2010, merktar Náttúruverndarviðurkenning Sigíðar í Brattholti, á póstfangið [email protected] eða með pósti í umhverfisráðuneytið, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn