Hoppa yfir valmynd
3. mars 2010 Innviðaráðuneytið

Þakkað fyrir útboð á Suðurlandsvegi

Fulltrúar íbúa á Suðurlandi afhentu í gær Kristjáni L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirskriftir 27 þúsund íbúa þar sem ráðherra er þakkað fyrir þann áfanga Suðurlandsvegar sem nú er boðinn út.

Auglýst hefur verið útboð á Evrópska efnahagssvæðinu á 6,5 km kafla Suðurlandsvegar sem er liður í tvöföldun vegarins. Er það kaflinn milli Fossvalla við Lögbergsbrekku og Litlu kaffistofunnar. Tilboðsfrestur er rúmar 7 vikur og er stefnt að opnun tilboða 20. apríl. Miðað við þá tímasetningu má við að verkið geti hafist í lok maí.

Hannes Kristmundsson, Sigurður Jónsson og Eyþór Arnalds færðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra blómvönd og undirskriftir 27 þúsund Íslendinga sem þakka ráðherranum fyrir þann áfanga sem nú er boðinn út. ,,Jafnframt treystum við því að framhaldið verði farsælt og óhindrað,” segir í yfirlýsingu hópsins.

Á myndinni eru frá vinstri: Kristján L. Möller, Hannes Kristmundsson, Eyþór Arnalds og Sigurður Jónsson.

Þakkir vegna útboðs Suðurlandsvegar afhentar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum