Hoppa yfir valmynd
22. mars 2010 Innviðaráðuneytið

Reglugerð um Landeyjahöfn til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu drög að reglugerð um Landeyjahöfn í Rangárþingi eystra. Reglugerðina skal setja samkvæmt 4. grein hafnalaga nr. 61/2003. Umsagnarfrestur er til 6. apríl.

Í reglugerðardrögunum er lýst hvernig farið skuli með stjórn hafnarinnar sem er í eigu ríkisins en Siglingstofnun Íslands fer með málefni hafnarinnar samkvæmt lögum um Landeyjahöfn nr. 66/2008. Rakið er starfs- og valdsvið Siglingastofnunar, ákvæði eru um starfsmenn, þjónustu svið skip, löggæslu, mengunarvarnir og fleira.

Umsagnarfrestur um reglugerðardrögin eru sem fyrr segir til 6. apríl næstkomandi og skulu umsagnir sendar á [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum