Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2010 Innviðaráðuneytið

Kennslu- og ökuprófamiðstöð opnuð

Ökukennarafélag Íslands og Frumherji opnuðu í dag formlega kennslu- og ökuprófamiðstöð á Kirkjusandi í Reykjavík, þar sem áður var athafnasvæði Strætó bs. Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði við það tækifæri að með því væri stigið mikilvægt skref í átt til enn betri ökukennslu.

Kennslu- og ökuprófamiðstöð tekin í notkun.
Kennslu- og ökuprófamiðstöð tekin í notkun.

Ökukennarafélagið og Frumherji hafa unnið að undirbúningi þessarar nýju miðstöðvar á liðnum vetri. Í samstarfi við þá verður einnig færanlega Forvarnahúsið sem nýlega var tekið í notkun og þar verður búnaður hússins staðsettur og notaður bæði þar og á námskeiðum víða um land.

Gott athafnarými er á lóðinni á Kirkjusandi og þar verða skapaðar aðstæður til að nota svokallaða skrikbíla og sem ökunemar geta reynt hvernig það er að missa vald á ökutæki og hvernig bregðast á við. Þarna verða einnig góðar aðstæður fyrir æfingar og ökupróf á vélhjóli.

Í ávarpi sínu sagði Kristján L. Möller ennfremur:

,,Og ég minni á að hér verður ekki aðeins ný aðstaða fyrir þá sem læra á bíl heldur einnig þá sem æfa vélhjólaakstur og taka próf. Um leið minni ég á að hér er ekki aðeins sköpuð aðstaða fyrir nýja ökumenn heldur okkur sem höfum haft bílpróf lengi og veitir ekki af einhverri upprifjun. Gleymum því ekki. Ég er viss um að forráðamenn miðstöðvarinnar taka okkur vel ef við viljum koma á smá endurmenntunarnámskeið hjá þeim hér.”

Kennslu- og ökuprófamiðstöð tekin í notkun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum