Hoppa yfir valmynd
3. maí 2010 Innviðaráðuneytið

Af CEN/BII2 vinnuhópi Staðlasamtaka Evrópu um rafræn viðskipti

BII2 vinnuhópur CEN, Staðlasamtaka Evrópu héldu fyrsta fund sinn í febrúar síðastliðnum. BII2 (fasi-2) hópurinn byggir á vinnu upphaflega BII (fasa-1) hópsins, sem skilaði afurðum sínum í árslok 2009, sjá vefsíðu um afurð CEN-BII-1 hópsins: icepro.is/Pages/NewsInfo.aspx?id=111 

Á dagskrá CEN/BII2 var m.a. viðskiptaáætlun vinnuhópsins, hvernig afurðir hópsins gagnast "Peppol" innleiðingu rafrænna viðskipta í Evrópu, kosning meðstjórnenda og næstu skref. Á fundinum kom í ljós að 95 sérfræðingar unnu í fasa-1. Tilgangur starfseminnar er alls ekki að búa til nýja staðla, heldur að benda á heppilega staðla og gera þá aðgengilega (PEPPOL er lýst á vefsíðunni: /rafraen-vidskipti/samtok/erlend/nr/3963)

Viðskiptaáætlun liggur fyrir og eru aðildargjöld ákveðin með þessum hætti:

  • 3000 evrur fyrir ráðuneyti og opinbera hagsmunaaðila
  • 1000 evrur fyrir þjóðleg og alþjóðleg samtök
  • 750 evrur fyrir fyrirtæki í upplýsingaiðnaði, birgja, o.fl.

Meðlimir vinnuhópsins geta:

  • útnefnt fulltrúa til þátttöku á allsherjarfundum og vinnuhópum til að veita leiðsögn og hafa áhrif á afurðir hópsins
  • eiga fulltrúa á póstlistum til að fá snemma aðgang að mikilvægum upplýsingum og framvindu verkefnisins.

Farið verður fram á framlags ESB til vinnunefndarinnar.

Á fundi vinnunefndarinnar 25-26. mars var kveðið nánar á um afurðir vinnunnar.

Tækniþjónusta

Tæknilegur stuðningur verður veittur meðlimum hópsins og notendum afurða hans. Haldið verður úti vefsíðu þangað sem hægt verður að senda fyrirspurnir. Þar verða birtar nýjust útgáfur upplýsinga og handbóka.

Vefsíða

Vefsíðan www.cenbii.eu inniheldur nýjustu útgáfu allra afurða og skjala BII vinnuhópanna. Þarna verður CWA tækniforskriftir hópanna að finna. Vefsíðunni er ætlað að vera "lifandi" kynning á öllu viðfangsefni vinnunefndarinnar.

Vefsíðan veitir auðveldan aðgang að:

  • umgjörðum (profiles)
  • gagnalíkani færslna og færslusniði
  • tengingum við mismunandi málskipan, þ.e. bæði UBL 2.1 og UN/CEFACT
  • tækjum og tólum til sannprófunar

Vefsíðan styður við innleiðingu með því að útvega svör við spurningum (FAQ)

  • hvítbækur
  • reynslusögur notenda
  • tilvísanir í tiltæk hjálpartæki

Ferlar

Gerður er greinarmunur á "pre-award" og "post-award" ferlum, þ.e. fyrir og eftir úthlutun verkefna eða gerð samnings. Ferlar fyrir samningsgerð eiga við útboð og tilboð, en ferlar eftir samningsgerð snúa að rafrænum innkaupum þ.e. einkum vörulistar, pantanir, reikningar, greiðslur. CEN/BII veitir stuðning við hvorttveggja.

Leitast verður við að finna, skrá og kortleggja viðskiptaferla og merkingarfræði upplýsingatækninnar, sem lýtur að þeim umgjörðum sem unnið er að. Prófunargögn og stílsnið verða útbúin og látin í té.

Umgjarðir

Unnið verður að þessum umgjörðum:

  • Ítarinnkaup (Advanced Ordering)
  • Pantanastýring (Order Management)
  • Áskrift vörulista
  • Gæði vörulista

Skyld verkefni:

  • Kennitölur og kótalistar
  • Notkun rafrænna undirskrifa
  • Samræming framtaksverkefna í Evrópu
  • Samruni mismunandi málskipunar

Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru, en fyllri upplýsingar fást á vefsíðu vinnuhópsins: www.cen.eu/CEN/Sectors/Sectors/ISSS/Activity/Pages/Ws_BII.aspx

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum