Dómsmálaráðuneytið

Aldur frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningunum

Á framboðslistum í sveitarstjórnarkosningunum 29. maí næstkomandi eiga sæti 2846 einstaklingar, eða ríflega 1,2% kjörgengra einstaklinga í landinu. Meðalaldur frambjóðenda er 44,8 ár samanborið við 43 ár í kosningunum 2006 og 2002.

Elsti fulltrúi á framboðslista er 92 ára gamall, fæddur árið 1918, og yngstu frambjóðendurnir eru átján ára gamlir, fæddir árið 1992. Þeir eru sex talsins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn