Hoppa yfir valmynd
21. maí 2010 Innviðaráðuneytið

Flutningaskóli Samskipa útskrifar 13 flutningatækna

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ávarpaði 13 flutningatækna við útskrift þeirra úr Flutningaskóla Samskipa í gær. Er þetta í annað sinn sem sem Samskip útskrifar flutningatækna.

Frá útskrift úr Flutningaskóla Samskipa.
Frá útskrift úr Flutningaskóla Samskipa.

Flutningaskóli Samskipa er rekinn í samstarfi við Mími símenntun og er tilgangur námsins að auka færni starfsmanna og gera þeim kleift að þróast í starfi hjá fyrirtækinu. Skólann sækja meðal annars starfsmenn sem starfa á gámavelli, í voruhúsum svo og bílstjórar.

Í ávarpi sínu sagði ráðherrann að flutningastarfsemi væri meðal umfengsmestu starfsgreina í nútímaþjóðfélagi og það væri nauðsynlegt að kunna góð skil á öllum verkþáttum í þeirri löngu keðju sem flutningar væru. Í lok ræðunnar sagði ráðherra meðal annars: ,,Við ykkur sem nú eruð orðin flutningatæknar vil ég segja þetta: Þið hafið náð verðmætum áfanga sem skiptir máli í ykkar daglega starfi. Um hendur ykkar fer fjölskrúðugur varningur og oft viðkvæmur. Það þarf að búa yfir margs konar hæfni og þekkingu til að meðhöndla hann þannig að ekkert fari úrskeiðis og þið hafið nú bætt við ykkur á þessum sviðum.”

Á myndinni eru Kristján L. Möller lengst til hægri og Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, lengst til vinstri, með nýju flutningatæknunum.

Frá útskrift úr Flutningaskóla Samskipa.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum