Hoppa yfir valmynd
29. september 2010 Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurðir 29. september 2010

Mál nr. 74/2010        Aðlögun kenninafns:  Jóakimsson

 

Hinn 29. september 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. 74/2010:

Með bréfi Þjóðskrár Íslands, dags. 24. september 2010, var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni X og Y um að föðurkenning sonar þeirra yrði Jóakimsson.

Ekkert í lögum nr. 45/1996, um mannanöfn, stendur í vegi fyrir því að fallist sé á ofangreinda beiðni.

 

Úrskurðarorð:

Fallist er á föðurkenninguna Jóakimsson.

 

 

 

Mál nr. 76/2010                    Eiginnafn:     Lér

 

Hinn 29. september 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 76/2010, en erindið barst nefndinni 13. september:

Eiginnafnið Lér (kk.) tekur íslenskri beygingu, Lér – Lé – Lé – Lés, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Lér (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

Mál nr. 77/2010                    Eiginnafn:     Nóam

 

Hinn 29. september 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 77/2010, en erindið barst nefndinni 28. september:

 

Eiginnafnið Nóam (kk.) tekur íslenskri beygingu, Nóam – Nóam – Nóam –Nóams, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Nóam (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

Mál nr. 78/2010                    Eiginnafn:     Kaspar

 

Hinn 29. september 2010 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 78/2010, en erindið barst nefndinni 13. september:

Eiginnafnið Kaspar (kk.) tekur íslenskri beygingu, Kaspar – Kaspar – Kaspari – Kaspars, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Kaspar (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.

 

 

 

Mál nr. 81/2010                    Eiginnafn: Ronald

 

Á fundi mannanafnanefndar 29. september 2010 var tekin fyrir beiðni X um eiginnafnið Ronald (kk.). Mannanafnanefnd hafði með úrskurði 16. október 2008 hafnað beiðni um eiginnafnið og ritháttinn Ronald. Í úrskurðinum segir að rithátturinn Ronald með -o- samræmist ekki almennum íslenskum ritreglum miðað við að eðlilegur íslenskur framburður nafnsins sé með -ó-.

Í greinargerð, sem mannanafnanefnd fékk frá X 28. september 2010, kemur fram að hæpið sé að fullyrða að „eðlilegur íslenskur framburður“ sé Rónald en ekki Ronald. Mannanafnanefnd fellst á þessi rök X.

 

Eiginnafnið Ronald (kk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Ronalds, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Ronald  (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum