Hoppa yfir valmynd
18. október 2010 Innviðaráðuneytið

Nýr vegur um Lyngdalsheiði formlega opnaður

Nýr vegur um Lyngdalsheiði milli Laugarvatns og Þingvallarvegar austan vatnsins hefur formlega verið tekinn í notkun. Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, klippti á borða ásamt þeim Hreini Haraldssyni vegamálastjóri og Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra.

Lyngdalsheiðarvegur opnaður formlega.
Lyngdalsheiðarvegur opnaður formlega.

Markmið nýja vegarins er að bæta samgöngur í Bláskógabyggð, auka umferðarörggi með því að uppfylla hönnunarkröfur, leggja veginn lægra í landinu og með bundnu slitlagi. Vegurinn bætir aðgengi ferðamanna og sumarhúsaeigenda að vinsælum áningar- og ferðamannasvæðum.

 

Lyngdalsheiðarvegur opnaður formlega.

Heildarkostnaður 1.260 milljónir króna og auk vegarins, sem er 15 km langur, var byggður nýt tengivegur milli hans og gamla Gjábakkavegarins til að komast megi að Laugarvatnshelli, hringtorg við Laugarvatn og tveir áningarstaðir við nýja veginn.

Verktaki Klæðning í upphafi og síðan tók Vélaleiga AÞ við verkinu á miðju ári 2009 og undirverktakar.

Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði meðal annars í athöfn eftir opnunina að líkja mætti Vegagerðinni við menningarstofnun vegna tengsla hennar við söguna, fólk og byggðir sem nýir vegir lægju um, þannig ætti Vegagerðin hlut að menningarstarfi í landinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum