Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Styrkir til rannsókna á stofnum villtra fugla og spendýra

Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra dýra sem fjallað er um í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. 

Skriflegar umsóknir skulu berast ráðuneytinu, merktar Veiðikortasjóður, fyrir 7. desember næstkomandi. Umsækjendur skulu greina frá efni og afmörkun fyrirhugaðra rannsókna, hverjir koma að rannsóknunum, skipulagi þeirra og áætluðum tímamörkum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri rannsóknir.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að senda inn umsóknir. Ráðuneytið mun að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og ráðgjafanefndar úthluta styrkjum eigi síðar en í janúar 2011.

Verklagsreglur Veiðikortasjóðs.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn