Dómsmálaráðuneytið

Atkvæðagreiðslu utan kjörfundar lýkur kl. 12 á hádegi föstudaginn 26. nóvember

Atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna kosninga til stjórnlagaþings lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun, föstudaginn 26. nóvember. Hægt er að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu og í útlöndum hjá sendiráðum og ræðismönnum. Sjá nánar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar í útlöndum hér á vef utanríkisráðuneytisins.

Ath. að atkvæðagreiðsla á vegum sýslumannsins í Reykjavík fer fram í Laugardalshöll, sjá nánar hér.

Atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar skulu hafa borist kjörstjórn í því sveitarfélagi sem kjósandinn er á kjörskrá fyrir kl. 22 á kjördag, 27. nóvember 2010, eða til landskjörstjórnar Alþingishúsinu við Austurvöll, Skála, 150 Reykjavík.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn