Hoppa yfir valmynd
16. desember 2010 Innviðaráðuneytið

Umboðsmaður skuldara opnar útibú í Reykjanesbæ

Útibú umboðsmanns skuldara var opnað í Reykjanesbæ í dag. Atvinnuleysi er hvergi meira á landinu en á Suðurnesjum og um einn af hverjum tíu sem leita til umboðsmanns er búsettur á þessu svæði.

Ríkisstjórnin fundaði í Reykjanesbæ 9. nóvember síðastliðinn og kynnti þá ýmsar aðgerðir til að bregðast við erfiðum aðstæðum á Suðurnesjum. Meðal þeirra aðgerða var ákvörðun um að opna útibú umboðsmanns skuldara á Suðurnesjum.

Starfsmenn útibús umboðsmanns skuldara á Suðurnesjum eru tveir, báðir búsettir á svæðinu. Útibúið er í húsnæði Sýslumannsins í Keflavík, Vatnsnesvegi 33. Starfsemi hefst á morgun, föstudaginn 17. desember kl. 8:30. Hægt er að panta tíma í síma 512 6600 eða í grænu númeri embættis umboðsmanns skuldara í síma 800 6600. Opið verður frá 8.30-15.00 alla virka daga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum