Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2011 Innviðaráðuneytið

Drög að stefnu í samgöngumálum kynnt á samgönguþingi

Drög að tillögum samgönguráðs að stefnu í samgöngumálum 2011-2022 verða til umræðu á samgönguþingi sem haldið verður í Reykjavík fimmtudaginn 19. maí. Þingið verður haldið á Radisson Hótel Sögu og stendur frá kl. 13-17.

Drög að stefnunni verður kjarni tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun fyrir árin 2011-2022 sem leggja á fyrir Alþingi í haust. Meginefni samgönguþings verða kynningar á drögunum og umræður um þær. Einnig verða flutt nokkur erindi um tengd málefni.

Við undirbúning tólf ára samgönguáætlunar hefur samgönguráð staðið fyrir samráðsfundum meðal annars með fulltrúum sveitarfélaga og atvinnulífs í öllum landshlutum. Meginmarkmið fundanna hefur verið að fá fram hugmyndir, áherslur og markmið sem þessir aðilar vilja að höfð verði til hliðsjónar við mótun langtímaáætlunar í samgöngumálum. Starfshópar, sem samgönguráð skipaði til að vinna afmörkuð verkefni sem snúa að stefnumótun í samgöngum, hafa nú allir lokið störfum.

Stefnt er að því að birta á vefsíðu innanríkisráðuneytisins fyrir samgönguþing plaggið: Samgönguáætlun 2011-2022. Drög að stefnumótun.

Nánari dagskrá þingsins verður kynnt á næstunni svo og fyrirkomulag skráningar.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum