Hoppa yfir valmynd
2. maí 2011 Dómsmálaráðuneytið

Umsögn dómnefndar um embætti þriggja hæstaréttardómara

Dómnefnd sem skipuð var samkvæmt 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla um umsækjendur um embætti hæstaréttardómara skilaði innanríkisráðuneytinu umsögn sinni um hæfni umsækjenda hinn 28. apríl síðastliðinn. Ályktarorð dómnefndar eru eftirfarandi:

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands

„Með vísan til 2. mgr. 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla, með síðari breytingum, er það niðurstaða dómnefndar að Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson séu hæfastir til að hljóta embætti hæstaréttardómara sem auglýst voru  laus til umsóknar 18. febrúar 2011 í Lögbirtingablaði. Ekki þykja efni til að greina á milli hæfni Eiríks og Þorgeirs að þessu leyti. Á eftir þeim koma síðan Benedikt Bogason, Gréta Baldursdóttur, Helgi I. Jónsson og Sigríður Ingvarsdóttir. Ekki þykja heldur efni til að greina á milli hæfni síðastnefndra fjögurra umsækjenda.“

Átta einstaklingar sóttu um embættin þrjú sem auglýst voru laus til  umsóknar hinn 18. febrúar sl., en umsóknarfrestur rann út hinn 14. mars. Tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka og eru umsækjendur því þeir sex sem áður eru nefndir: Benedikt Bogason dómstjóri, Eiríkur Tómasson prófessor, Greta Baldursdóttir héraðsdómari, Helgi I. Jónsson dómstjóri, Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari og Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg.

Umsögnin er hér með birt í heild sinni í samræmi við 2. mgr. 8. gr. reglna nr. 620/2010 um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti. Í nefndinni sitja: Páll Hreinsson, sem jafnframt er formaður hennar, Allan V. Magnússon, Brynjar Níelsson, Guðrún Agnarsdóttir og Stefán Már Stefánsson.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum